Ég skellti mér í matarboð hjá Thelmu vinkonu minni.  Thelma býr ásamt kærasta sínum á Kastrup og eiga þau saman mjög fallegt heimili sem er fullt af hlýleika og ást.

13987686_10154011026369132_1396552901_o 13978105_10154011026349132_1738565253_o

Grænmetiskarrý

2 msk grænmetisolía
1 laukur, skorinn smátt
6 geirar hvítlaukur (Má vera minna, fer eftir smekk. Í mínum húsum er aldrei of mikið hvítlauksbragð)
1 heill ferskur chili (Fræin fjarlægð ef fólk er viðkvæmt fyrir sterku)
1,5 msk ferskur engifer
2 tsk fersk túrmerikrót
1 tsk kúmen
1 tsk kóríander
2 msk garam masala
1 tsk papríka
Grænmetisteningur
1 dós kókosmjólk
1 dós af niðursoðnum tómötum
1 dós kjúklingabaunir (Án vökva)
1 dós nýrnabaunir (Án vökva)
1 dós grænar linsubaunir (Án vökva)
Búnt af fersku kóríander
Salt og pipar eftir smekk.

14002492_10154011026534132_921448097_o

Aðferð

Ég steiki laukinn uppúr olíunni með salti, svo hann verður glær og byrjar að ilma vel, og þegar hann er kominn aðeins af stað set ég hvítlaukninn á. Þá hendi ég öllum kryddunum útí til þess að vekja þau aðeins til lífsins. Kryddin sem ég nefni hérna fyrir ofan eru algjört gisk, ég nota bara krydd eftir tilfinningu, og eftir því sem ég á. En þetta er allavega stórgóð blanda! Þegar kryddin hafa blandast vel við laukinn og aðeins fengið tíma til að braggast vippa ég túrmerikrótinni, fersku chili og engifernum útí. Ef þið búið svo vel að finna ferskan kóríander þá er extra næs að saxa niður stilkana og henda út í á þessum tímapunkti. Ef ég á eitthvað grænmeti sem er kannski búið að húka aðeins of lengi í neðstu skúffunni hendi ég því með frekar smátt saxað, allt gefur bragð og það er ekkert meira næs en að nýta ísskápinn til fullnustu. Þá er næst gott að setja kókosmjólkina, grænmetistening og tómatdósina útí, og leyfa sósunni að malla á miðlungs hita og sjóða aðeins niður. Þegar sósan er orðinn þykk og góð er gott að smakka til með salt og pipri, og henda svo baununum útí. Svo lookar það helvíti vel að poppa búnti af kóríander ofan á fyrir lit og bragð. Mér finnst sjálfri best að bera þetta fram með fersku salati, hýðishrísgrjónum, feitri jógúrt og hvítlauksflatbrauði.

Flatbrauð
3 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
⅓ bolli grænmetisolía
1 bolli heitt vatn Svindl-smjör
1 msk smjör
2 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt

13978118_10154011026494132_158936831_o

Algjört svindlbrauð, sem er ótrúlega auðvelt að henda í. Maður blandar bara þurrefnunum saman, svo olíu og vatni. Hnoðar aðeins á borðinu og myndar 8 lítil flatbrauð sem maður þurrsteikir á sjóðandi heitri pönnu. Sjálfri finnst mér rosa gott að smyrja þau um leið og þau koma af pönnunni með hvítlaukssmjöri.

Sumar G&T

Fullt af klökum
Safi úr hálfri sítrónu
3 cl gin
3 cl hindberjavodki
Þurrkuð hibiskusblóm
Glasið fyllt með tónik.

13987077_10154011026619132_1868187781_o

Takk fyrir mig Thelma. 

Dísa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *