Harpa Rós heiti ég og er nýjasti meðlimur Dætra.

Ég ákvað að ganga í hópinn því ég hef brjálæðislegan áhuga á tísku og öllu sem því tengist.  Mig langaði að ögra sjálfri mér og geisast ég því hér með út á ritvöllinn! Mun ég helst einblína á svið tísku, menningar og hönnunar en mun ekki láta neitt kyrrt, ef ég tel það áhugavert og spennandi.

Ég er 28 ára Keflvíkingur en hef búið í bænum frá tvítugsaldri.

Ég er með Bs.c. gráðu í líffræði en ákvað að taka algjöra U-beygju eftir námið þar sem ég fann mig ekki á vísindahillunni.Út af þessum miklum áhuga af hönnun og öllu sem því tengist, ákvað ég því að skella mér til Danmörku þar sem ég stundaði nám við fatahönnun.

Námið mitt var til tveggja ára við “Copenhagen school of design and technology”. Það var í fyrsta sinn sem ég flutti út fyrir landsteinana og úr varð ævintýraleg upplifun sem ég mæli klárlega með! Námið var skemmtilegt og gaf mér mikla innsýn í hvað ég vildi leggja fyrir mig í framtíðinni.

Námið hét “Design technology and business” sem skiptist síðan í “Fashion design” og “Fashion marketing”. Ég valdi hið fyrrnefnda. Eins og nafnið gefur til kynna innihélt námið kennslu í  hönnun og uppbyggingu  fatalínu með smá markaðsívafi. Því er námið tilvalið fyrir þá sem vilja vinna innan fyrirtækja en einnig var hægt að halda áfram í námi á sömu braut eða sérhæfa sig á öðrum sviðum. Ég kaus að láta tveggja ára námið nægja í bili og fljúga heim og fikra mig áfram hér.

Hér fyrir neðan setti ég til gamans nokkrar myndir frá tveimum verkefnum.

Í dag vinn ég  sem aðstoðarverslunarstjóri í Lindex en einnig tek ég þátt í ýmsum verkefnum líkt og aðstoð við stílistun.

Mín aðaláhugamál eru því fatahönnun, almenn listsköpun og stílistun en er einnig svoddan dútlari og finnst ótrúlega gaman að skapa og gera eitthvað með höndunum.

Ég er jákvæð, klaufsk en metnaðarfull og elska að vera með vinum og fjölskyldu <3

2 comments

Reply

OMG flottust!!

Reply

BESTA!🌹❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *