Eins og þið sáuð á snappinu um daginn þá fórum við 4 dætur út að borða – ég, Ásthildur, Oddný og Svava. Okkur var boðið á ótrúlega flottann stað í hjarta miðbæjarins, Messann.

Ég sver það ég bara veit ekki hvar ég á að byrja. Í fyrsta lagi er staðsetninginn uppá hundrað, á Lækjargötunni, á móti MR. Við áttum borð pantað og þegar við mættum tók á móti okkur frábært starfsfólk sem gerði bókstaflega allt til þess að gera kvöldstundina ánægjulega.

Við byrjuðum á fordrykk og spjalli, og svo kom að því að panta!

Messinn býður uppá frábært úrval af allskyns fiskiréttum sem litu hver öðrum betur út.

Ég fékk mér steinbítinn, Ásthildur fékk sér bleikjuna og Oddný og Svava deildu löngu. Maturinn kom á góðum tíma og leit guðdómlega út og bragðaðist enn betur.

15319377_10154001161640796_973473550_n-1

Staðurinn býður uppá ótrúlega notalega stemningu, ljósin dimmuð og útlitið flott.

15328389_10154001159945796_802426900_n-1

Maturinn var ótrúlega vel útlátinn.

Maturinn, staðurinn og stemningin stóðst allar væntingar og ég er sérstaklega spennt að fara aftur í desember og borða af jólamatseðlinum sem kom út um daginn.

15226382_10155499250708047_247371548_n

Ég get með sanni sagt að þetta er skemmtilegasti staður sem ég hef borðað á í Reykjavík, og ég mun án efa fara þarna aftur í bráð.

26595-messinn-01635-1

Hversu skemmtilegt að það er hægt að kíkja inní eldhús á staðnum – í gegnum kýraugað!

5 stjörnur af 5.

XX

DRÍFA

15209116_10154158457692685_1131661195_n

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *