Ég rak augun í það fyrir ekki svo löngu að Wow Air er að byrja að fljúga til Miami og fannst tilvalið að skella í smá Miami Tour Guide. Við fórum í 3 vikur á seinasta ári í USA reisu og tókum Orlando, Miami, Key West, New York og svo stutt stopp á Íslandi á seinasta ári, og nutum okkur í botn. Mér finnst stop-over möguleikinn hjá IcelandAir algjör snilld, þar sem að ég bý í Danmörku, og við notum alltaf tækifærið til þess að koma við heima þegar við erum að fara yfir til Bandaríkjanna.

En mig langaði að gefa ykkur smá tips ef þið eruð á leiðinni til Miami, eða langar til þess að skella ykkur.

Við gistum á Miami Beach, afþví okkur langaði að hafa greiðann aðgang að ströndinni, og persónulega var ég mjög ánægð með það val afþví það gaf okkur miklu meiri möguleika á að labba um og skoða, og svo tókum við bara Uber fram og til baka þegar þörf var á ef við fórum inn í borgina, þar sem hún er ekki í göngufæri.

Miami Art Deco

Ótrúlega skemmtilegt hverfi, og án efa eitt frægasta hverfið í Miami. Hönnunin á byggingunum nær aftur til 1920-1930 og er stór partur af svæðinu friðaður, og því búið að viðhalda byggingunum ótrúlega vel. Pastel litaðar byggingarnar, pálmatrén, ströndin og hafið setja órúlega skemmtilegann svip á svæðið og jafn skemmtilegt að labba þarna á dagin sem og á kvöldin. Við höfum aldrei séð jafn mikill fjölbreytileika í fólki á einum stað, sérstaklega á kvöldin!

Versace

Það var auðvitað ekkert annað í boði en að koma við hjá Versace húsinu. En Gianni Versace bjó þar, þar til hann var myrtur árið 1997, aðeins 50 ára gamall. Hann var skotinn til bana fyrir utan húsið sitt í Miami, og því hefur Versace villan verðir mikill ferðamannastaður síðan. Það sem ég vissi ekki er að það er búið að breyta Villunni í Hótel-Veitingastað, þannig ef ykkur langar að fara út að borða á ótrúlega fallegum stað (sjá myndir fyrir ofan), og kanski örlítið fínna en venjulega, þá fannst mér verðin ekkert svo brjálæðislega há þegar ég skoðaði matseðilinn, en auðvitað var ekki laust borð afþví að við bókuðum ekki fyrirfram.

Española Way

Skemmtileg veitingastaða gata í 5 mín göngu fjarlægð frá Art Deco. Alskonar matur í boði, Mexikanskur, Ítalskur, Kúbanskur og margt fleira sem við náðum ekki að prófa. Ótrúlega skemmtileg gata, mikil stemning og tónlist. Gatan er lokuð fyrir bílaumferð og því situr fólk úti á götu undir trjánum og nýtur sín í hitanum. Góður staður fyrir þá sem vilja mikið úrval, þar sem það er mjög auðvelt að rölta á milli og skoða matseðlana áður en ákvörðun er tekin.

Havana 1957

Kúbanskur veitingastaður á Espanola Way sem við prófuðum. Kúbanskur matur er ekki alveg minn tebolli, en Emil var ótrúlega ánægður með allt sem við prófuðum þar.

Oh! Mexico

Ótrúlega góður Mexikanskur staður sem við fundum líka á Espanola Way. Við byrjuðum á Guacamole og nachos, og það var með besta Guacamole sem við höfum smakkað. Borið fram í stórri stein skál sem hægt var að dýfa í. Við fengum okkur svo tacos sem maður fyllir sjálfur og Margaritas 🙂

Uppáhaldsstaðurinn okkar var þó Dolce Italian – algjörlega klikkaðar pizzur! Ég hef prófað pizzur á öllum þeim stöðum sem ég hef ferðast til, og vel oftar en ekki Ítalskann yfir flest annað ef ég get, en þessar pizzur voru gjörsamlega klikkaðar, enda átum við þarna 2-3 sinnum á vikunni sem við vorum í Miami. Við tókum seinbúinn hádegismat og lentum á Happy Hour þar sem við fengum 2 izzur fyrir 1 og tilboðin eru yfirleitt til ca 17-18 áður en kvöldmatatörnin byrjar. Góð leið til þess að fá aðeins meira fyrir peninginn 🙂

Ég mundi ekki segja að Miami Beach sé ódýr staður, en það er mögulegt að njóta borgarinnar og borða úti án þess að setja sig algjörlega á hausinn. Einu mistökin sem við gerðum var að hótelið sem við bókuðum var í dýrari kanntinum sem við vildum afþví það var góð staðsetning og mikil þjónusta í boði, en það sem við áttuðum okkur ekki á, var að skattar og auka kostnaður bætist við þegar maður borgar, sem var ekki sýnt á síðunni sem við bókuðum í gegnum (stóð í smáuletri sem við sáum ekki). Þegar kom að því að borga reikninginn fengum við vægt sjokk, en það var ekkert við því að gera nema að læra af þeim mistökum 😉

Við notuðumst einungis við Uber á meðan við vorum þarna, og gátum tekið bíl frá einum enda Miami Beach til annars á ca 3 dollara (325 ISK) sem sparaði okkur mikinn ferða kostnað á meðan dvölinni stóð.

Í part 2 ættla ég svo að segja ykkur aðeins frá þeim hverfum og ferðum sem við fórum í og stóðu uppúr hjá okkur báðum

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *