Fyrir nokkrum mánuðum uppgötvaði ég app sem heitir ,,LALALAB”.

Lalalab er ótrúlega einfalt app þar sem hægt er að framkalla myndirnar úr símanum á ótrúlega einfaldann hátt!

Ég byrjaði á að panta mér polaroid myndir, en tveim dögum seinna sá ég að það var afsláttarkóði uppá 30% og ég stóðst ekki mátið og pantaði heila myndabók!

Appið býður uppá allskonar möguleika – hægt er að panta allskonar myndabækur, venjulegar myndir, sérstök myndabox, segla, dagatöl og margt fleira! Það sem mér finnst mesti kosturinn er að þetta er svooo auðvelt….

Ég hljóma alveg örugglega eins og versta spons í heimi en ég lofa – ég fann appið sjálf og borgaði allt 100% sjálf! Þetta app er bara algjör snilld fyrir okkur sem nennum engan veginn að senda póst eða fara í gegnum flókin forrit á framköllunarsíðum og sækja svo einhverjum dögum seinna – myndirnar frá Lalalab koma bara beint inn um lúguna í umslagi uþb 5-7 dögum eftir að maður pantar.

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af sendingunni minni, ég stóðst ekki mátið að troða fallegu blómunum mínum á nokkrar myndirnar – þau eru bara svo falleg!

222

533

444

Polaroid myndirnar komu ótrúlega skemmtilega út – og það er hægt að setja lítinn texta neðst á myndirnar.

5t432

Litli prakkarinn minn úti að hlaupa…..

11

Myndabókin….

422

Kærustuparið….

unnamed

Þau fá líka nokkur stig frá mér fyrir frábæran aulabrandara sem fylgdi með sendingunni!

Ef þið viljið 5 evru afslátt af pöntuninni ykkar þá mæli ég með því að nota þennan kóða!

Kóðinn er :

,,PGS7MPRX”

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *