Mig langar að segja ykkur frá vöru sem ég kynntist fyrir stuttu …

Þetta er hárvara frá ELEVEN AUSTRALIA og er gjörsamlega klikkuð! Þetta er lítill 125 ml brúsi sem inniheldur efni sem hafa 11 eiginleika! Pælið í því að geta fækkað hárbrúsum úr ellefu í EINN!

Allir sem prófa þessa snilld hafa viljað nota hana áfram enda áhrifin sjúklega mikil og lyktin er BEST!

Þessi vara hentar öllum hárgerðum – þar á meðal þykka hestafaxinu mínu!

Síðast en ekki síst er það Miarcle hair treatment- must have vara fyrir ALLA Miracle hair treatment: Einstök formúla sem hefur ellefu frábæra kosti!
1. Eykur gljáa og gefur unaðslega mýkt
2. Jafnar úfið/rafmagnskennt hár
3. Mjög rakagefandi
4. Byggir upp viðkvæmt hár
5. Kemur í veg fyrir klofna enda ( HALLÓ ÉG)
6.Kemur í veg fyrir flóka og gerir hárið meðfærilegra – snilld sem flókaefni fyrir krakka
7. Hitavörn – (er ég ein um að trassa alltaf á hitavörn?!)
8. Eykur náttúrulega fyllingu
9. Gerir við skemmt og þurrt hár
10. Verndar lit
11. Kemur í veg fyrir klór- og sólarskemmdir – Sólarvörn fyrir hárið og snilld fyrir sundgarpana

Hversu mikil snilld?!

 

Miracle Treatment fæst ma. á Skugga, Sjoppunni, Funky hárbúllu, Solid, Marmik, Beautybarnum of fleiri stöðum !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *