12. September síðastliðin tók ég þátt í keppninni Miss Universe Iceland eða Ungfrú Alheimur Ísland og er það keppni þar sem valið er eina heppna stelpu til þess að fara út og keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Miss Universe er í eigu módel og talent fyrirtækisins IMG þar sem meðal annars Gigi Hadid, Alessandra Ambrosio, Miranda Kerr, Zachary Quinto, Whiz Khalifa og fleiri frábærar persónur starfa.

Ímyndið ykkur öll tækifærin sem kæmu í kjölfar þess að komast undir radarinn hjá engum öðrum en IMG models!? En ég var svo heppin að fá að taka þátt og var þetta mjög krefjandi verkefni en líka eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.

13129451_455827681270202_2039304546_n

Ævintýrið byrjaði á Facebook í Maí þar sem ég fékk boð frá Manúelu Ósk um að koma á kynningarkvöld fyrir Miss Universe Iceland, keppni sem hún væri að fara að halda um haustið í samstarfi við Miss Universe Organization og Jorge Esteban eiganda Pageant smart. Ég hef fylgst með Miss Universe núna í dágóðan tíma og hef haft áhuga á að vera með síðan IMG tók við svo ég að sjálfsögðu tók við boðinu.

Á kynningarkvöldinu var farið yfir hugmyndir þeirra um hvernig keppnin yrði en dómararnir yrðu allir frá Bandaríkjunum og þetta yrði aðeins öðruvísi heldur en maður er vanur hérna á Íslandi. Svo var afhjúpuð þessi líka fallega kóróna, ekki amalegt að fá að ferðast um Bandaríkin og fara til Filippseyja heldur fær maður kórónu líka!

14134622_533212736879456_875959220_n

Ég fór í viðtal daginn eftir og mánuði seinna fékk ég staðfestingu á því að ég væri nú þátttakandi í Miss Universe Iceland og bæri titilinn Miss Akranes! Eftir það fór af stað mikill undirbúningur fyrir lokakvöldið en það var nokkru sinnum í viku farið í Reebok og lært dans fyrir opnunaratriðið. Einnig fengum við mikla hjálp frá Jorge með undirbúning fyrir dómaraviðtalið og ábendingarnar hvernig ætti að svara spurningunum á sviðinu ef til þess kæmi.

Svo þarf auðvitað að finna kjól fyrir lokakvöldið en ég ákvað að nýta mæðgnaferð til Boston og finna hinn fullkomna kjól. Eftir þrjá klukktíma af því að máta yfir örugglega hundrað kjóla varð rauður off the shoulder Jovani kjóll fyrir valinu.

Eftir rúma tvo mánuði af undirbúningi var svo loksins komið að þessu. Ég ásamt tuttugu öðrum stelpum checkuðum okkur inn á Center Hotel laugardaginn 10. September þar sem alvaran tók við. Dómaraviðtalið var næst á dagskrá en ég var með hjartað í buxunum af stressi og gjörsamlega skalf á beinunum að ganga inn í viðtalið. Þetta var samt ekki nærri því eins hræðilegt og ég var búin að telja mér trú um heldur varð þetta meira eins og skemmtilegt spjall þar sem umræðuefnið var ég. Um kvöldið var svo náttfatapítsupartý þar sem við náðum aðeins að slaka á fyrir stóra kvöldið.

04_mu-keppn-myndir_s_rgb_400134

Mánudagurinn fór í það að að gera okkur stage ready því það tekur svo sannarlega langan tíma að krulla tuttugu hausa. Svo var bara að stíga á svið og hafa gaman!
Hildur María var sú heppna að hreppa titilinn Miss Universe Iceland en ég fékk titilinn Miss Adidas og first runner up. Ég er svo stolt af sjálfri mér og stelpunum að hafa tekið þátt og ekki skemmir það að hafa myndað svona góð tengls við allar, enda frábærar allar saman. Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og set svo sannarlega stóra upphæð í reynslubankann.

04_mu-keppn-myndir_s_rgb_402586

Ferlið var virkilega þroskandi og mikið boost fyrir sjálfsöryggið og ég get ekki beðið eftir að takast á við fleiri tækifæri sem verða á vegi mínum. Þetta hefur líka kennt mér að eltast við drauma mína og láta neikvæðnina í öðrum ekki hafa áhrif. Mikið skemmtilegra að peppa hvorn annan heldur en að vera með leiðindi því einhver ákvað að láta sína drauma rætast.
Ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt og ekki láta aðra stoppa þig í að gera eitthvað frábært!

You do you ♥

Sigrún Eva

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *