…… og ég meinaða.

Í hvert einasta skipti sem ég sýni það á mínu snappi (alexsnapsz) eða á Dætra snappinu (daetur) logar allt af spurningum – UPPSKRIFT TAKK.

Vandamálið er bara að hingað til hef ég ekki notast við neina uppskrift.
Slump – Slump – Hræra – Baka – Volá

En núna ákvað ég að telja desilítrana af hverju innihaldsefni í uppskriftina.

Og hér hafið þið það.

Verði ykkur að góðu.

MorgunBollur ala Alex
10 dl volgt vatn
25g ferskt ger
10 dl hveiti
4 dl hafrar (ég nota tröllahafra)
Smá salt
Sólblómafræ

Volga vatnið er sett í skál og ferska gerinu er smuldrað (er það orð?) ofan í vatnið og blandað saman með skeið. Þar eftir er öllum hinum innihaldsefnunum blandað við (ekki sólblómafræunum) og allt blandað saman með skeið. Yfir skálina er síðan sett plastfilma og viskustykki og skálin sett á notalega heitann stað í húsinu og leifð að hefast í ca 1 klukkustund.
Ofninn er hitaður á 250 gráður – Deigið er sett á bökunarplötu með skeið í svona klumpa – eins stóra og þú vilt hafa bollurnar.
Ég strái Sólblómafræum yfir áður en ég set inn í ofn. Stundum strái ég höfrum eða bara því sem ég á hverju sinni.

Bollurnar eru síðan bakaðar í ca 17 mínútur (já ég tók tímann)

Það er hægt að leika sér mikið með þessa uppskrift. Uppskriftin er því ekkert heilög – enda set ég stundum meiri hafra og minna af hveiti – aðal málið er kannski bara að loka útkoman á deiginu eigi að vera eins og þykkur klístraður hafragrautur.

Ég sýndi aðferðina vel á SnapChatti Dætra í dag (daetur) og áferðina á deiginu. Endilega kíkið þar við til þess að sjá betur, annars ætti þessi uppskrift að vera ósköp einföld og skotheld í hvaða boð sem er – eða einsog ég geri, í nestisboxin hjá börnunum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *