Hvað gerir maður annað en að tapa sér smá á netinu á ASOS þegar maður situr heima í náttfötunum á laugadagskvöldi? Ég var svo heppin að ég hafði sett nokkra kjóla í körfuna fyrir 2 vikum, og ákvað að sleppa því að ýta á kaupa þá, en þegar ég fór inná síðna áðan voru 2 af þeim komnir á brjálaða útsölu! Ég gat því ekki hamið mig, og keypti allt í körfunni 🙂 Maður er alltaf að græða sjáiði til! 😉

asos-pink-peek-dress asos-red-peek-dress

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir að þá eru “cold shoulder” eða “peek a boo shoulder” og pífur alveg brjálað vinsælt í augnablikinu, og algjörlega eitt af mínum uppáhalds trendum akkurat núna! Mér finnst það gera jafnvel einföldustu hluti svo fallega og kvenlega að ég stenst ekki mátið að kaupa!

asos-pink-rib-body asos-blue-pyjama

Ég tók svo þennan fölbleika (aftur með axla detailinu), og hafði hugsað mér að para hann við svartar gallabuxur og belti – fallegur litur og úr rib efni sem ég er ótrúlega hrifin af.

Náttfata trendið heldur svo sterkt áfram, og ég keypti mér líka skyrtuna í ljósbláa munstrinu. En það skemmtilega við þessa skyrtu er að við hönnuðum hana fyrir ASOS og hún var seldum næstu exclusively þar! 🙂 Ég hef sagt ykkur áður HÉR og HÉR smá frá því hvað ég geri í vinnunni, og auðvitað fjárfesti ég líka í okkar eigin flíkum! 🙂

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *