Ég hef skrifað um það áður, en ég er tösku sjúk! í augnablikinu langar mig í allt sem Gucci býður upp á. Mer finnst flest sem er á síðunni þeirra ótrúlega fallegt og langar helst að kaupa alla liti, stærðir og gerðir. Ég ákvað þó í endann að kaupa mér Marmont töskuna í rauðu flaueli… ég ELSKA flauel! Taskan var uppseld í öllum heiminum, en ég datt í lukkupottinn eitt kvöldið þegar ég var að skoða Gucci.com þar sem að það var boðið upp á að skrá sig á biðlista eftir nýjustu sendingunni. Nokkrum vikum seinna fékk ég email sem staðfesti að ég hefði náð eintaki og taskan yrði send heim eftir nokkrar vikur.

Ég er ástfangin af henni og ótrúlega ánægð að ég tók þennan lit í staðinn fyrir svartann, sem ég virðist alltaf leita í! 🙂

    

 

Taskan kom í 3 litum og ég ákvað að velja mér rauða

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *