Við mæðgur erum Lindex sjúkar og held ég að ég sé ekkert að ýkja þegar ég segi að 90% af fötunum hennar Alice séu úr Lindex!

Ég bíð alltaf ótrúlega spennt eftir að þau setji inn myndir úr nýjum sendingunum á Facebook og yfirleitt finn ég allavegana 1 flík sem annarri hvorri okkar nauðsynlega “vantar” hehe.

Í tilefni að því að Lindex var að opna netverslun LOKSINS! (www.lindex.is)  Ætla ég að deila með ykkur smá myndaþátt af Alice í kjól sem ég keypti á hana í síðustu viku.
Kjólnum fylgdi æðisleg hvít langerma samfella og kostaði það saman 2199kr. minnir mig, sem mér þykir heldur vel sloppið.
Mér finnst líka frábært að kjólinn er ekki fastur við samfelluna svo hægt er að nota bæði við annað líka.

Ég varð alveg tryllt þegar ég sá þetta combó sem mynti mig strax á Cher úr Clueless! Það er einhver skemmtilegur 90´s feelingur í þessu!

Samfellan sem Alice er í á myndunum er reyndar ekki samfellan sem fylgdi með kjólnum en hún ásamt sokkabuxunum er líka úr Lindex.
Ég set mynd af samfellunni sem fylgdi með líka.
Fallega mottan er svo frá Petit og er algjör snilld!

Skemmtilegir detail-ar við skálmarnar að aftan

Ein af Cher vinkonu minni fær svo að fyglja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *