Jól og áramót nálgast og þá er eins gott að fjárfest í nokkrum fínum flíkum svo maður fari nú ekki í jólaköttinn 😉 Ég keypti mér tvo kjóla af Missguided og lét senda heim. Ég var eignlega ótrúlega hissa á gæðunum miðað við hvað varan var ótrúlega ódýr! Mæli bókað með að kíkja inná síðuna hjá þeim ef þið eruð í vanda fyrir jólin.

missguided-blue-silk-dress missguided-pink-silk-dress

#vöruna keypti ég sjálf

Blái kjóllinn kemur í nokkrum litum, en ég ákvað að taka bláa litinn, en valið var frekar erfitt, þar sem það voru svo margir fallegir litir! Bleiki fannst mér svo ótrúlega fallegur svo hann fékk að koma með í pokann líka. Ég borgaði rétt um 3.700 ISK fyrir báða kjólana, þannig óhætt að segja að maður getur fengið fallegar nýjar flíkur án þess að setja sig á hausinn.

Ég var svo líka búin að setja nokkrar flíkur í körfuna inná ASOS – en eftir kaupæðið mitt í Desember ákvað ég að bíða með að kaupa þar til útsölurnar byrja.

asos-black-top asos-pink-dress asos-grey-knit-dress

Toppur (HÉR) – Kjóll (HÉR) – Kjóll/Peysa (HÉR)

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *