Mér tókst ekki alveg að eyða eins miklum peningum í búðunum í USA eins og var planað, þannig ég er búin að vera að reyna að bæta upp fyrir það síðan ég kom heim (lýtur út fyrir það allavega þar sem ég er búin að versla eins og vittlaus kona á netinu síðan við lentum!!) Vanalega eru það jakkar og töskur sem ná allri athygli minni á netverslunum, en í þetta skiptið voru svo mikið af fallegum skóm útum allt að ég endaði á að kaupa 8 pör!! (já ég veit – en nú er ég góð fyrir haustið).

Fyrir haustið er ég mikið að leita mér af flottum stígvélum, helst í flaueli og er alveg sjúk í öðruvísi hæla, úr plasti, gleri, járni eða bara hverju sem er sem að lætur skóna standa svolítið útúr þessum venjulegu hefðbundnu. Hnéháu stígvélin eru líka alltaf klassísk, að para þau saman við flotta stóra prjónaðapeysu eða fallegt stutt pils og topp er eitthvað sem ég sé fyrir mér. Svo varð ég auðvitað að bæta smá í adidas safnið, þar sem að þeir eru alltaf klassískir.

Elva black boots Elva black boots 2

Public Desire HÉR

Janine purple boots 2 elva purple boots

Public Desire HÉR

knee boots

Janine knee boots

Public Desire HÉR

adidas pink 1 adidas pink 2

Adidas HÉR

Ég keypti mér svo fjögur pör frá Vero Moda líka – sem er nýlega farin að framleiða og selja skó – en þeir eru ekki enn farnir í sölu, en ég ættla að taka góðar myndir við tækifæri til að deila með ykkur sem fyrst!

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *