Nei ég er enginn kaupsjúklingur heldur mikil fyrirmynd í sparnaði og lifi hinum fullkomna sparneytna lífsstíl. Ég hef til dæmis aldrei vafrað um á netinu í leit að einhverju sem ég gæti þurft en ekki öfugt.

Eða jú… Ætli ég sé ekki einmitt fullkomlega sek um að vera neysluóð nútímakona.

Ég er draumur hvers auglýsenda og algjör sökker fyrir hinum algerlega þráðbeinu auglýsingum frá snöppurum landsins en nú þegar hef ég blandað mér ediksblönduna frægu til að þrífa heima hjá mér (sem ég geri reyndar ekki meira af þótt ég hafi blandað hana sem mér finnst mikil vörusvik enda bjóst ég við að smitast af alvarlegri þrifaveiru við það eitt að setja edik í brúsa!) keypt mér scrubstone (ennþá óopnaður EN ég stefni algjörlega á að nota hann) keypt mér peysu sem Camilla Rut sýndi mér (mér finnst betra að ímynda mér að ég eigi persónulegt samband við hvern og einn snappara) og er í þessum töluðu að borða skyr með hnetusmjöri að uppskrift Gveigu, elsku Gveigu okkar allra.

14958184_10153932022725796_1141731729_o Þið sjáið það að ég hef alveg notað eitthvað af þessari vatnsediks blöndu!

 

14922927_10153932026875796_402544789_o Þessi fugl er í mínum augum mjög táknrænn fyrir kaupæðið sem runnið hefur á Íslendinginn undanfarin misseri. Við Atli töldum einu sinni alla sem við sáum í gluggum Garðbæjar á göngu, þeir voru margir. Enduðu í einum fleiri þegar við komum heim…

 

 

 

 

 

Jæja ég reyni nú að hafa stjórn á mér og er ekki alveg gjaldþrota (ennþá) en ég velti þessu fyrir mér þessa dagana.

— > “Bíddu við” hugsið þið með ykkur, var hún ekki sjálf að skrifa um einhvern smekk í HEILU bloggi hérna síðast? Er það ekki auglýsing og neysluhyggja eins og hún gerist mest og best?

Jú biddu fyrir þér maður, ég er ekkert ef ekki hræsnari öðru hvoru og það er svolítið málið hérna. Ég elska að fá fallegan nýjan varalit, nýja skó og scrubstone afþví bara. Ég hef oft keypt vörur sem mig hefur ekki vantað að neinu leyti. Mig langar í og elska fullt af þessum vörum sem mér eru seldar á hverjum degi, ég er uppfull af gervi þörfum eins og við flest í þessu neysluóða samfélagi sem við búum í.

14971086_10153932025285796_1237989742_oÞessir bollar eru hinsvegar engin gerviþörf. Ég hef löngum státað af fögrum og frumlegum múmínbollum en þeir eru forngripir og ég er svo glöð að það eru fáir sem eiga þessa, stundum er gaman af því að vera ekki eins og allir hinir.

 

 

 

 

Sum neysla er skemmtileg og af hinu góða en önnur hreinlega skaðleg og þess vegna er gott að staldra við af og til og spá aðeins í umhverfinu okkar.

Það er nefnilega ákveðið atriði sem truflar mig í tengslum við neyslulífið (fyrir utan tómt veski) en það er hvað margir af þessum hlutum hafa áhrif á það hvernig ég sé sjálfa mig.

Áður en ég eignaðist Benjamín (5 mánaða miðju alheimsins, son minn) þá herjuðu á mig auglýsingar úr öllum (ÖLLUM) áttum um það að ég yrði að eignast eitthvað ákveðið makeup, síðan verð ég að eignast hreinsivatn til að ná því úr andlitinu, þegar maður er búin að nota þá vöru er húðin orðin svo þurr að ég þarf rétta kremið til að leiðrétta það ferli en húðin gæti orðið feit af því kremi og þá steypist ég öll í bólum sem þarf að græja með einhverju öðru, svo fer þetta allt í hring. Alveg sama hvað ég kaupi margar vörur, ég verð í rauninni aldrei eins og auglýsingar segja mér að ég “gæti” orðið ef ég bara kaupi þeirra vöru.

14954323_10153932235630796_1824167815_o

Eins og ég segi, ég er ekki undanskilin þessari menningu og auðvitað varð ég að eignast IKEA kertastjakann fyrir málningaburstana mína! (ATH! Myndin er ekki uppstillt, það er bara svona fallegt heima hjá mér og þetta er alls ekki ofan á klósettkassanum)

 

 

 

 

Svo er mér seld sú hugmynd oft á dag að ég þurfi að kaupa mér hrukkukrem med det samme til að byrja að fyrirbyggja eigin öldrun enda vita allir að það er ógeðslegt að verða gamall og fá hrukkur (lesist í fullkominni kaldhæðni enda þakka ég fyrir hverja einustu hrukku sem ég fæ að safna). Ég ætti síðan að láta frysta, brenna, sjóða, teyja og toga alla fitu líkamans í burt, rista andlisthúðina á hol með það að leiðarljósi að mýkja hana og drekka líter af túrmerik vatni á dag til þess að hreinsa lifur og nýru. Það er semsagt full vinna að viðhalda sjálfsálitinu í lagi ómáluð þessa dagana.

Eftir að ég eignaðist Benjamín (ljósið í lífi mínu þið munið, son minn) þá herjuðu á mig allar ofantaldar auglýsingar auk allra þeirra hluta sem ég verð að eignast fyrir hann og mig, það eru bleyjur (jæja ég segi það nú ekki, ég dýrka bleyjur), rándýrar kerrur, vagnar, SMEKKIR, hárburstar (hann er með 3 hár á hausnum) rólur, stólar og listinn heldur endalaust áfram. Sumt gagnlegt, jafnvel nauðsynlegt og annað algerlega ekki. Það er líka full vinna að viðhalda sjálfstrausti sem góð mamma um þessar mundir.
14975901_10153932026880796_1720546743_oSophie sjálf. Hana verða öll ungabörn að eiga enda hvert ungabarn á Íslandi að naga eina slíka akkurat núna. Ananas púðinn er ekki punkturinn með þessari mynd en sjáið hvað hann er sætur? Ég keypti mér hann algjörlega skammlaust því ananas er rosalega mikið í tísku núna.

 

14923024_10153932022735796_818456006_o

Hérna má sjá 4 tegundir stóla fyrir litlu uppáhalds mannveruna mína. Sjáið þið ekki annars fyrir ykkur Þórdísi litlu hennar Gveigu í fagurgula Bumbo stólnum? 

14964092_10153932235620796_1633555140_o

Auðvitað á barnið líka 6 skópör. Annað væri mannréttindabrot! Líka þótt hann kunni ekki að sitja, hvað þá labba…

Nýjasta varan sem ég varð að eignast er hin heimsfræga á Íslandi skvísu áfyllingar stöð. Ég  ræddi við mágkonu mína og lýsti fyrir henni þessari snilld, auðvitað myndi hún (móðir tveggja ungra drengja) skilja það og líklega kaupa sér 4 stk sjálf!

Hún aftur á móti spurði mig hvað ég væri að fara oft út úr húsi og þyrfti ég að eiga heimatilbúnar skvísur við hvert tækifæri? Hvort ég héldi að eldhúsið mitt væri stærra en það raunverulega er? Hvernig væri að þrífa græjuna og hvort ég hefði væri í leit að aukaþrifum en ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan þá nei ég elska ekki að þrífa.

Já en… Já en… Jú jú, öll þessi rök eiga við og ég var læknuð af þessari löngun, í bili… Þangað til snapchat selur mér það aftur.

Það sagt þá er ég ekki að lasta neinni sérstakri vöru með þessari færslu og þessi vara er til dæmis pottþétt mjög hagnýt og frábær heimilisviðbót þótt ég hafi ekki keypt hana (ennþá, mig langar ennþá mjög mikið í þetta apparat, rökrétt?).

JÆJA, áður en þið lokið endanlega á þessa færslu og hugsið með ykkur, er ekki í lagi með þessa? Skrifa blogg um smekk og gagnrýnir svo neysluhyggju í næstu færslu?

Eins og ég sagði, ég er sjálf ekki undanskilin þegar kemur að þessu máli en batnandi mönnum er best að lifa, ég held bara að það sé hollt og gott fyrir okkur mannverurnar að hægja á okkur endrum og eins og þá spá aðeins í þessum hlutum sem sannarlega hafa áhrif á líf okkar og hamingjustig. Raunverulega hamingjan er nefnilega 100% bundin í fólki og eigin líðan. Og fallegum varalit auðvitað.

 14975908_10153932022775796_1678351383_o-1Þessi veitir mér raunverulega hátt hamingjustig þrátt fyrir svefnleysi, á sama tíma veitir þessi hoppuróla honum 100% ánægju og gleði í þónokkrar mínútur við notkun.

Að lokum, til hamingju með að hafa náð hingað! Ef ykkur líkar ennþá lesturinn þá munið eftir mér næst þar sem ég hef sjaldan verið þekkt fyrir það að vera kona fárra orða.

Og eru ekki örugglega allir búnir að kaupa sér smekkinn úr síðustu færslu?!

Fyrir áhugasama er ég á snapchat : oddnysilja

Ykkar,

Oddný Silja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *