Það var lítið um útilegur þessa verslunarmannahelgi hjá okkur fjölskyldunni, við ákváðum að vera bara heima í rólegheitum og njóta þess að eiga frí öll saman.
Á föstudeginum fórum við í smá göngutúr í Kjarnaskóg og skoðuðum nýja svæðið. Ég mæli svo mikið með því að gera sér ferð ef þið eruð stödd á Akureyri. Það er æðislegt nýtt leiksvæði sem er líka ótrúlega fallegt og einnig nýtt, krúttlegt grillhús. Á leiðinni upp að nýja svæðinu er svo líka hoppubelgurinn sem ég minntist á í síðustu færslu, ég skellti mér nú reyndar ekki á belginn í þetta sinn en mun pottþétt gera það seinna!
Um kvöldið fórum við svo í fjölskyldu grill og á fallega hlöðu tónleika sem voru einnig fyrstu tónleikarnir hennar Alice.

Ég var frekar dugleg að taka myndir um helgina og ætla deila með ykkur nokkrum uppáhálds.

Nýja grillhúsið
Þessi sæta húfa er úr Lindex

Ég hef verið mikið spurð út í þennan krúttlega galla
(sem er reyndar enþá alltof stór á hana)
gallinn er frá Iglo+Indi en er að ég held því miður ekki lengur til.

Mig langar að mæla með þessum brjóstagjafatopp sem ég er í á þessari mynd!
Hann er úr Lindex og er svo ótrúlega mjúkur og góður,
og er algjörlega í uppáháldi hjá mér, fer helst ekki úr honum nema bara til að þvo hann!

Þar til næst
xx Katrín Mist


katrinmistharalds

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *