“Jæja já, hún byrjuð að blogga. Var það ekki! Alltaf jafn mikil munnræpa í henni. Er hún allt í einu orðinn einhver lífsstíls gúrú!”

Þetta er það sem ég er að spá í akkúrat nuna, ég sit hérna og svitna við tilhugsunina um hvað aðrir eru að hugsa um mig. Fólki þarna úti gæti fundist ég vel hallærisleg… Enda hef ég sjálf í gegnum tíðina haft hálfgert óþol og hef gert mikið grín af hverju því sem inniheldur orðið “lífstíll” í því. Á milli þess sem ég elda góðan og hollan mat, reyni að skipuleggja sparnað og forgangsraða tímanum mínum með fjölskyldu, þið vitið, reyna að fullkomna eigin lífstíl, enginn hræsnara hér á ferð…

Fæst orð bera minnsta ábyrgð og allt það en ég hef nu sjaldan verið þekkt fyrir það að bíða og hugsa gagnrýnt áður en ég tala heldur er ég með króníska munnræpu sem myndi duga 5 aðilum og elska að tjá mig um hvers kyns málefni. Ég hef hingað til aðeins nýtt munnræpuna í að grípa fram í fyrir vinum og vandamönnum, tala og hlæja óþarflega hátt og hugsa oftast eftir að ég segi hlutina. Blogg er fínasti vettvangur fyrir svona talóða konu eins og mig. Ég hef líka verið að rífa aðeins í snapchat lóðin, mér og manninum mínum finnst ég líklega skemmtilegust þar en ef ég er að hafa gaman er það ekki það sem skiptir mestu máli?! Æji þið skiljið, “gerðu það sem gerir ÞIG ánægðan og hættu að hugsa um hvað öðrum finnst” klisjan sem er samt svo ofur sönn og ég ætla að halda áfram að tileinka mér. Mér finnst nefnilega rosalega gaman að hugsa um lífstílinn minn og deila því sem vel gengur líka.

Semsagt, nei enginn lífsstíls gúrú hér. Er bara þetta klassíska, konustelpa, unnusta, mamma, vinkona og svoleiðis. Kann lítið sem ekkert á make up og held að enginn myndi ráða mig til að sinna því nema þá kannski 4 ára frænka mín sem þiggur alltaf naglalakk hjá skvísunni sem ég er. Heimilið mitt er uppfullt af RL design og heima er yfirleitt alltaf eitthvað drasl. Og já það var alveg eins áður en ég átti barn, ætla ekki einu sinni að reyna að kenna honum um minn innri draslara.

Að lokum ( já ég er að fara klára! ) hvað er ég að gera hér meðal eðal skvísanna á dætur? Eg er fyndin, eða ég á mín móment eins og maður segir á góðri íslensku, hef bara svona nokkuð gaman af þessu lífi, fallegu fólki og hlutum. Og svo þetta með munnræpuna. Stundum mun ég skrifa um eitthvað skemmtilegt og fyndið, oft eitthvað sem líkast til einungis foreldrar vilja lesa um, eða eitthvað algjörlega tilgangslaust okkur til dægrastyttingar ásamt því að losa aðeins um talventilinn á mér! Svo til að það sé á hreinu er best er að hafa kaldhæðni í huga við allan lestur á mínum færslum. Segjum þessa nú þegar allt of löngu og opinskáu kynningu góða í bili.

Næst fáið þið að heyra allt um nýja æsispennandi smekkinn sem ég keypti fyrir barnið mitt!

Stay tuned

Oddný14825555_10153899655640796_202738291_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *