Sum, kanski flest, ykkar skilja kanski ekki þessa ástríðu mína, en það veldur mér svosem engum svefntruflunum þar sem að þetta er eitthvað sem ég nýt mikið og pæli mikið í. Ég er algjör tösku fíkill… fallegar töskur og jakkar, fátt (allavega sem hægt er að eyða pening í) veldur mér jafn mikilli hamingju en að fjárfesta í fallegri tösku. Vita að ég hef unnið mér inn fyrir einhverju svo fallegu, það er mín leið til að verðlauna sjálfa mig fyrir alla vinnuna. Ekki misskilja mig, ég get vel lifað án veraldlegra hluta, en þeir setja svona smá auka gleði í hversags lífið og veita svona bónus hamingju ofaná hlutina sem í alvörunni skipta máli. Hin ykkar sem skiljið þessa áráttu mína, I hope you enjoy!

Ég var sem sagt búin að ákveða að fjárfesta í minni næstu tösku í London ferðinni okkar, að hluta til afþví að pundið er lægra núna en það hefur verið í mörg ár, og einnig afþví að ég fékk nýlega nýja vinnu, og fannst vera tilefni til þess að halda uppá það 😉

Eftir mikið fram og til baka, á milli allra búðanna á Bond Street, Selfridges og Harrods (kærastanum mínum til mikillar gleði) ákvað ég að taka fallega Saint Laurent Shoulder Bag með heim í þetta skiptið.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Vanalega kaupi ég allar mínar töskur í svörtu, en ég kolfél fyrir þessum vínrauða lit, þar sem að hann er alltaf klassískur, og fannst hann passa betur við gyllta YSL merkið og keðjuna.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ég er ótrúlega ánægð með kaupin og finnst hún passa vel í safnið!

Hvað eru ykkar drauma kaup?

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *