img_7884

Í gær fór ég á opnunina hjá Systur & Makar, þau voru að fara af Laugaveginum í risa stórt og fallegt húsnæði í Síðumúla 21. Ég fékk að skoða rýmið hjá þeim fyrir rúmum mánuði síðan og Váá breytingarnar eru GRÍÐALEGAR…. Búðin er svo falleg og vel upp sett. Enda ekki von á öðru hún Katla, “gömul” bekkjasystir mín er ein af systrunum, hún er eðal smekk manneskja og er menntuð sem Innanhúshönnuður frá Spáni.

img_7862

Fallegar myndir eftir hana Kristinu Gordon.

img_7855 img_7864

Eldhúskrókurinn, takið eftir flottu flísunum, þær fást í Byko.

img_7868Eyrnalokkar, nælur eða skápahöldur, allt til alls hjá þeim Systrum & Mökum

img_7857 Ýmsum vörum raðað fallega á borðið

img_7860  img_7859

Þau eru einnig með Crabtree & Evelyn vörurnar. Powerful By Nature – Þarf að segja meira 🙂

img_7867

Fallegt skart og ennþá fallegra hvernig því er stillt upp í þessum gler ramma.

img_7886 img_7869

Svart & Hvítt

img_7873

Mitt persónulega uppáhalds horn, Jólahornið, já mig er farið að hlakka mikið til Jólanna

img_7856 img_7871

Hóhó Gleðileg…. Of snemmt????

img_7858 img_7861

Það var boðið upp á Essie lökkun, ég var því miður nýbúin að lakka mig annars hefði ég tillt mér og fengið mér Petal Pushers lakkið sem er flottur litur. Gítarspilun og almen gleði var í Síðumúlanum í gær.

img_7875

Þetta veggfóður!!!!

img_7881

Hér eru þær systur Katla og Maria Krista, óska þeim og mökunum þeirra innilega til hamingju með fallega búð.

Þangað til næst

-Svava Halldórs-

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *