Eftir hrikalega mörg ár í sömu vinnunni var kominn tími til þess að stíga út fyrir þægindaramman og þá starfsboð sem mér bauðst hjá nýju fyrirtæki.

1

Ég hef unnið hjá VERO MODA í sömu stöðunni, þó með mismunandi löndum, síðustu 7 árin. Eftir svo mörg ár verður maður svolítið “þessi gamla” – þessi sem kann allt, systemið inn og út, fólkið inn og út sem og “krókaleiðirnar” að hinum og þessum niðurstöðum. Ég sat einnig föst í stöðu sem mig jú líkaði, en sá ekki fyrir mér að myndi vaxa á neinn hátt.

5

Nú er þriðja vikan mín að líða hjá nýju fyrirtæki. Ég er orðin “þessi nýja” þessi sem þarf að koma óþægilega oft til vinnufélagana og byðja um hjálp. Það eitt er svakalega þroskandi – þroskandi skref út fyrir þægindarammann.

Fyrirtækið sem ég er farin að vinna hjá núna heitir Minimum og er einnig tískuvörufyrirtæki. Minimum selur  ótrúlega fallegar og vandaðar flíkur fyrir bæði kynin. Fötin eru fúnksjónal – þau eru auðveld að klæðast og einföld að stílisera bæði UPP og niður.

Fyrirtækið sem sjálft er svakalega heillandi og á aðeins þremur vikum hefur náð að heilla mig upp úr skónum. Byggingin er eins og SnapChat fylgendur okkar hafa séð, staðsett á höfninni, í gömlu slipp húsi, enn með kranana í loftinu og hráa múrveggi að innan. Yfirmennirnir/Eigendurnir sitja inn á milli okkar hinna og er alltaf bros á vörum samstarfsfélaganna. Starfsandinn er svakalega léttur og skemmtilegur sem gerir daginn svo svakalega góðann. Mig hlakkar til að mæta í vinnuna á hverjum einasta degi, þó svo ég sé þessi úber pirrandi “má ég fá hjálp” píjan.

alex1

 

 

Fatnaðurinn sem ég klæðist á myndunum er:
Jakki: Gamall frá YAS
Kjóll: Minimum (Minimum fæst í Gallerí 17) sem og á www.minimum.dk
Skór: ASOS
Sólgleraugu: TOM FORD

KNÚS

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *