“Lífið er leikur með þessum tveim” – Skáldið ég.

Nýtt ár og ég ætla að massa nýja lífstílinn, nýja lífið bara!

“Ég ætla bara troða þessari hangikjöts rúllu í mig ein því svo kemur nýtt ár og ÞÁ græja ég sko og geri! Verð mjó og lekker og ofboðslega góð í að elda vegan. Bara, á næsta ári…”

Kannast einhver við þetta? Og já líka hjá sjálfum ykkur, ekki reyna að ljúga öðru að ykkur! Meina, ég strengdi það áramótaheit að komast í splitt hérna fyrr um árið, þið getið rétt ímyndað ykkur að það gekk upp. Eða ekki. En það var mikið hlegið að mér þegar ég raunverulega reyndi (án þess að hafa æft mig 1 sinni og vonaðist eftir kraftaverki) ári síðar í sparikjólnum og háu hælunum, ég leit út eins og ófagur samruni af Gurru grís og Sollu stirðu, virkilega lady like og dönnuð að vanda. En eins og ég segi alltaf ef það er fólk á svæðinu að hlæja með (að) mér þá er nú einhverjum tilgangi náð!

Allavega, það eru tvær týpur í þessu samhengi.

  1. “Ég set mér aldrei nein áramótaheit heldur held ég bara áfram mínum góða lífstíl og þarf engu að breyta. Asnalegt að strengja heit!”
  2. “Ég ætla að hætta borða sykur, drekka áfengi, borða fitu, eða bara kaloríur yfir höfuð. Byrja að hreyfa mig, verða betri mamma, systir, vinkona, eiginkona, kona, kokkur, lesa meira, fara minna í ljós, klippa oftar neglurnar, skúra undir rúmi alla daga… og .. og .. “

Ég er þarna mitt á milli, ótrúlegt en satt.

Hvað ef sumir strengja heit og það virkar fyrir þá? Og aðrir ekki því þeir sjá ekki tilganginn í því fyrir sig? Er það ekki bara í góðu lagi að fólk geri eins og því hentar?

Ég skoða árið sem leið á áramótunum, set mér ef til vill markmið, stundum hef ég ákveðin áramótaheit í huga og stundum ekki. En allt þetta geri ég fyrir mig og engan annan.

En núna ætla ég að líta yfir farinn veg hér. Ég veit þið iðið í skinninu að vita meira um mig og árið mitt sem er að líða, þið eruð búin að bíða eftir þessu bloggi ekki reyna að neita því!

Þegar ég horfi yfir árið sem er að líða þá svoleiðis yfirfyllist ég af gleði, enda fæddi ég frumburð minn á árinu. Ég kláraði svosem líka tvær annir í skólanum og vann með á tímabilum en hvað er það í samanburði við fæðingu sonarins?

Ég er líka spennt fyrir komandi ári, frumburðurinn verður 1 árs og ég með tómt leg tilbúið í næsta sem þýðir samt að ég næ nokkrum góðum fylleríum áður en það gerist og get reykt að vild! Kannski verst að ég reyki ekki og er orðin of gömul fyrir fyllerí, hehe, he…

En svo klára ég líka hjúkrunarfræði á næsta ári ef allt gengur upp OG fer aftur að vinna í háloftunum, ó ólétt sem er mun betra en ólétt, let me tell you… Að vera að deila út heitu kaffi í ókyrrð og þurfa skyndilega að gubba, hætta að komast í kjólinn á miðri leið útaf útblæstri og aðal skellurinn sem var náttúrulega að farþegarnir hættu að klappa mér á rassinn og fóru að strjúka bumbuna (ekki það að annað hvort hafi gerst, finnst það bara fyndin tilhugsun…) Það var ekkert spennandi, legg það með gleði á hillu ársins 2016.

Ég (jájá þetta verður ég um mig frá mér til mín blogg ársins) byrjaði líka að blogga á dætrum, þvílík gleði sem það var. Blogg og blaður, algjörlega mitt forte og ég hlakka til spennandi tíma á komandi ári með samstarfs dætrum mínum.

Ég opnaði líka snappið mitt fyrir örfáum 4 mánuðum síðan og það hefur vaxið og dafnað eins og útsprungin rós, jájá ég sagði útsprungin rós, sömuleiðis alveg minn tebolli og þar hef ég fundið mína hillu. Það verður áramótaheit fyrir 2018 að hætta í námi og vinnu og sinna því að fullu en hafið ekki áhyggjur ég er ekki fljótfær og myndi aldrei ana að slíku núna, bara á næsta ári.

Svo gerði ég líka lakkrístoppa í fyrsta sinn og þeir voru DELISSJÖS! Nei ég meina það er hvert afrekið á fætur öðru…

Jæja ég er ekki fullkomin og ég stressaði mig kannski um of á nokkrum tímapunktum. Var t.d. mjög stressuð að horfa inn í ofninn á lakkrístoppana, falla þeir, falla þeir ekki?!!? HVER VEIT SVONA FRAMTÍÐAR PLÖN LAKKRÍSTOPPA?!!

En það er nýtt ár og ég lofa mér nýrri ég – Ekkert stress árið 2017 ókei Oddný?

Ég við mig : “ Hehe ókei, það verður gaman að fylgjast með stress fríu 2017, varstu ekki að fara skrifa BS ritgerð með ungabarn heima? Já jú alveg rétt og ætlarðu ekki að gifta þig líka og plana stórkostlegustu veislu allra tíma? Þarna eins og með skírnina. Hlakka til að sjá tárin sem spítast í brúðkaupstertuna sem ég VEIT að þú ert að plana í hausnum á þér að baka sjálf daginn fyrir veislu! Neii bara gangi þér vel ég he he he…”

 

OKEI break it down

 

Ef ég ætti að punkta niður aðal atriði ársins og ráðleggja 2017 mér (og ykkur auðvitað líka) þá væri það á þessa leið :

  1. Stígðu út fyrir kassann!
  2. Hoppaðu út í djúpu laugina!
  3. Gerðu meira og hugsa minna! (jahh, setjum spurningamerki við það, hugsa nú þegar of lítið áður en ég geri og segi)

Neiiii grín, ógeðslega klisjukennd gella!

Eða, samt ekki alveg.

Það er sjúklega djúp laug að eignast barn, besta sem ég hef gert og það verður aldrei neitt annað sem toppar það, aldrei neitt ár sem toppar þetta ár af þessari ástæðu! Nema kannski árin sem ég fæði systkini hans.

Það er ógeðslega mikið út fyrir kassann að tala við símann þinn og leyfa öðru fólki að fylgjast með í þeirri von um að þeir fíli það og séu heima hjá sér að hlæja að þér, gefur mér mikið og ég elska viðbrögðin og skilaboðin sem ég fæ frá svo mörgu frábæru fólki. Það gefur svo mikið að ég hef eignast vini í gegnum þenna skrýtna samfélagsmiðil! Lífið er eitt stórt tækifæri, fer bara eftir því hvað maður er duglegur að grípa þau. Án gríns og sorry væmnina en það er satt.

Gera meira og hugsa minna er bara alltaf gott áramótaheit, sama hver þú ert og hvað þú heitir. Þannig já ég hef það bara líka í huga. (Nema ef það kæmi að því að t.d. reyna baka brúðkaupstertu daginn fyrir veisluna, brúðurin sko, ég… Plís einhver stöðva mig áður en ég reyni það!)

Aðallega ætla ég samt bara að halda áfram að gera mitt besta. Hlæja helling, vera jákvæð og hafa gaman. Gera fullt af gríni, af mér og öðrum. Njóta lífsins áfram og nýta tímann í það sem gerir mig glaða 🙂

Í bili, TAKK fyrir mig, öll góðu viðbrögðin við blaðrinu, gríninu og dramanu.

Gleðilegt ár og allt það, vona svo innilega að þið hafið haft það jafn gott og ég á árinu og að þið finnið ykkar leiðir til að ná markmiðunum ykkar, strengja heit eða ekki, hvað sem hentar hverju sinni og nálgist þannig ykkar hámarks hamingju <3 (Ég lofaði aldrei engu drama í þessari færslu sko…)

 

Og þið munið hvar ég er á snapchat : ODDNYSILJA

PS. Það er þarna kosning á beautytips30+, snapparar ársins… Ég meina ég lendi kannski ekki í fyrsta sæti því Queen Gveiga85 er að fara negla það sæti en annað sæti hljómar ekkert illa heldur! (ókei, 15 sæti, 16 kannski. En 21 sæti er of langt gengið, farið þangað og hendið á mig nokkrum vótum, annars verð ég hálf lítil í mér þarna inn á milli snapp – meistaranna)

Ást og áramótafriður

Ykkar Oddný

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *