Ekki nema tveir dagar í að sumarfríið mitt byrji. Ég get ekki beðið eftir að vera komin til Íslands og skella mér í brúðkaup hjá bestu og fagna með þeim! Ég tel mig eiga smá þátt í sambandinu þeirra, en ég hjálpaði smá til við að koma þeim saman í byrjun 😉 Núna eru 3 börn, hús og næstum brúðkaup runnið til sjávar síðan þá.

Ég verslaði smá í vinnunni í vikunni, eða smá er kanski ekki rétta orðið, en ég hef gert stærri kaup en þetta áður! Úps 🙂 En það getur verið hættulegt að vinna hjá fata fyrirtæki þar sem maður er alltaf með nýjar og fallegar vörur í höndunum og svo líka bara svo auðvelt að versla á skrifstofunni og taka með í poka heim.

Slide1

Ég keypti mér bomber jakkann í 3 litum, já ég er sjúk 🙂 Mamma hefur gert grín af mér síðan ég var lítil, að þegar að mig líkar eitthvað að þá þarf ég að eiga það í öllum litum, stærðum og gerðum, hvað get ég sagt, kanski ekki það sniðugasta, en við erum jú öll spes á okkar eigin hátt 🙂 En já mér fannst allir litirnir bara svo fallegir að ég tók alla þrjá. Frakkann er ég búin að nota á hverjum degi síðan að ég tók hann heim fyrr í vikunni, en hinar tvær peysurnar verða geymdar þar til hita stigið fer að lækka aðeins meira. Þessi rauðbrúna er með gat detaili á bakinu sem gerir hana enn flottari.

Slide2

Mig langaði svo að bæta við nokkrum fallegum haust flíkum í safnið líka. Ég tók eitt samlita jakka/buxna sett í gráu, svo fallega bláa pilsið með rennilás á hliðinni í flauel. Svo tók ég tvær prjóna flíkur í viðbót sem verða líka að bíða betri tíma. Vörurnar keypti ég mér sjálf, og þetta innlegg er ekki unnið í samstarfi við neitt fyrirtæki, langaði bara að deila þessum fallegu Vero Moda flíkum með ykkur.

Kvöldið fer svo í að byrja að pakka, þvo þvott og klára þáttaseríuna Stranger Things sem var að koma út á Netflix! Ef þið eruð fyrir þætti sem eru ógeðslega spennandi, en pínu sci-fi að þá mæli ég HIKLAUST með þessari seríu!

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *