Mér finnst ofsalega skemmtilegt að elda góðann, einfaldann og ódýrann mat sem bæði börnin á heimilinu og fullorðnu elska.

Og best er, ef það sé nóg fyrir tvo daga !!
…. þið þekkið þetta ekki satt??

ONE POT réttir eru því komnir í svolítið uppáhald hjá mér og langar mig hægt og rólega, einn rétt í einu að kynna ykkur fyrir þessari aðferð og deila með ykkur nokkrum uppskriftum.

Þennann rétt gerði ég núna í kvöldmat í kvöld – einfaldur var hann en tekur þó smá tíma að “malla” en undirbúningurinn sjálfur tekur enga stund. Ég því náði að skella öllu í pottinn og tók til á meðann rétturinn mallaði í pottinum.

Rétturinn vakti mikla lukku enda kjúklingur og hrísgrjón í uppáhaldi hjá þeim yngri.

Það sem þarf er:

500 gr Kjúklingabringur
Eitt bréf Beikon
1-2 laukar
1 Paprika
3 stórir hvítlaukar
1 dós maukaðir eða “diced” tómatar
1 bolli óelduð hrísgrjón
2 bollar kjúklingasoð (vatn + teningur)
3/4 bolli frosnar grænar baunir
2 skeiðar af smjöri
1 teskeið Papríkukrydd
1 teskeið timían
1/2 teskeið cayenne pipar

Aðferð:

1. Skerðu beikonið í bita og settu í skál
2. Skerðu Kjúklinginn í litla bita og steiktu á pönnu með smjöri
3. Þegar kjúklingurinn er farinn að brúnast er beikonið sett saman við og steikt með kjúklingnum.
4. Skerðu Papriku í bita, hakkaði hvítlaukana og laukinn í litla bita
5. Þegar beikonið er steikt er paprikunni og laukunum bætt við og steikt þar til allt er orðið mjúkt.
6. Núna er hrísgrjónunum, kjúklingasoðinu, tómötunum, og kryddunum bætt við.
7. Blandað vel saman og pottinum lokað og lækkað á hellunni.
8. Hrærið í af og til.
9. Þegar hrísgrjónin hafa tekið í sig nánast allann vökvann er frosnu grænu baununum bætt út í.

Og þá er rétturinn READY !!

Verði ykkur að góðu.

Einfalt, ódýrt og gott fyrir stóra jafnt sem smáa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *