Fyrir um viku síðan gaf ég ykkur uppskrift af One Po, Kjúkling og hrísgrjónarétt.

Rétt, sem allt er sett saman í einn pott og því vinnan á bakvið góðann kvöldmat ósköp lítil.

Rétturinn sem ég sagði ykkur frá í síðustu viku (getið fundið hann hér) sló í gegn, bæði hjá okkur fjölskyldunni sem og lesendum. Því ætla ég að standa við orð mín og halda áfram að kynna ykkur fyrir fleiri “one pot” réttum.

Og haldið ykkur nú fast, því þessi er B R I L L J A N T !!!!
…. þið getið treyst mér!!

Það sem þessi réttur vakti lukku – Creamy (án rjóma), Cheesy, Kjúklingur, hrísgrjón og Brokkolí.
JÖMM

Og hvað er betra en að fá góðann, heitann mat eftir langann vinnudag sem tók engann tíma að gera og börnin eru sátt með??

ONE POT Vol2

Það sem þarf:
2 matskeiðar Smjör, eða smá olía
1 laukur
2 Hvítlauksgeirar
500gr Kjúklingabringur
1 bolli óeldið hrísgrjón
2 1/2 bolli Kjúklingasoð (vatn + teningur ég setti örlítið meira vatn og 1 og hálfann tening)
2 1/2 bolli frosið brokkolí
Ostur eftir smekk
Salt og Pipar, mér finnst voða gott að nota hvítlaukspipar

Aferð:

1. Hakkaðu laukinn og pressaðu hvítlaukinn

2. Skerðu Kjúklingabringurnar í bita / ca. munnbita

3. settu 1 matskeið af smjöri/olíu á pönnu og steiktu laukana og kjúklinginn samann þar til kjúklingurinn fer að eldast og laukarnir mjúkir.

4. Ýttu kjúklingnum og laukunum til hliðar á eina hlið pönnunar og bættu hinni matskeiðinni af smjörinu/olíunni á tómu hlið pönnunar og bættu hrísgrjónunum út í, blandaðu örlítið saman við.

5. Núna er kjúklingasoðinu helt yfir allt og lok sett á pönnuna.

6. Þegar grjónin hafa sogið í sig mest allann vökvan og eru farin að mýkjast má bæta brokkolíinu við og steikt til að fá lit á kjúkling, hrísgrjón sem og elda brokkolíið.

7. Þegar rétturinn er við að verða tilbúinn er smá osti dreift yfir, hrært saman og þar eftir stráð yfir allt. Sett lok á og ostinum leyft að bráðna.

Og þá er rétturinn tilbúinn. Fullkomlega auðveldur, ódýr, fljótlegur og ljúffengur.

Hentar bæði börnum sem og fullorðnum.

MÆLI SVO MEÐ !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *