Halló!

Bara af því að það er sunnudagur þá langaði mig að deila með ykkur outfitti sem ég setti saman fyrir föstudagskvöldið eða outfit of the evening. Er búin að vera svo ástfangin af því að vera í öllu svörtu og með einfalda fylgihluti til að hafa þetta aðeins meira casual.

Svo vorum við stelpurnar hjá Dætur svo heppnar að fá jólagjöf frá 24 Iceland og fannst mér það tilvalin fylgihlutur með þessu dressi!

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vildi leggja mestu áhersluna á jakkann en hann keypti ég í Monki í Svíþjóð fyrir u.þ.b 4 árum og er hann ennþá í uppáhaldi.

Jakki frá Monki.

Fylgihlutir eru alltaf af skornum skammti hjá mér! ég nota nú ekki mikið af skartgripum en hef mjög gaman af chokers og gömlum armböndum frá mömmu. fyrir valinu var choker frá Missguided, múrsteinsarmband frá mömmu og nýja fína 24 Iceland úrið. Það er samt mjög auðvelt að dressa þetta aðeins meira upp með þá t.d stóru hálsmeni eða body chain.

Choker frá Missguided.
Úr frá 24 Iceland, múrsteinsarmband.

 

 

 

 

 

 

Uppháu stígvélin keypti ég í Bandaríkjunum hjá Vagabond og eru þetta búnir að vera mínir uppáhalds skór í vetur. Þau eru líka lágbotna svo það er erfiðara að fljúga á hausinn í hálkunni.

Upphá stígvél frá Vagabond.

Fleira var það ekki í bili!

Ef þið hafið áhuga á fleiri svona Ootd bloggum þá endilega látið mig vita, jafnvel ef ykkur vantar hugmyndir af því hvernig á að stílisera eitthvað ákveðið þá er ég meira en til í að henda í blogg um það.

 

 

Sigrún Eva  ♥

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *