Verður maður ekki að vera með í blogghafinu um Origins fyrst það er loksins að koma til Íslands (aftur)? Ég finn mig eiginlega knúna til að skrifa aðeins um mínar uppáhalds vörur þó mér hafi nú ekki verið boðið í fancy bloggara partý (djók, ég bý í DK 😉 ) – anyways, ég er búin að vera diggur aðdáandi Origins í nokkur ár núna og ég get ekki annað en mælt með merkinu og samgleðst ykkur kæru Íslendingar að hafa loksins aðgang að vörunni á Íslandi en ekki bara erlendis í ferðalögum eða með hinum óendanlega óskalista til ástvina sem voga sér út fyrir landsteinana og neyðast til að bera heim fleiri fleiri kíló af snyrtivörum og H&M fatnaði – ég man nefninlega hvernig þetta var þegar ég bjó enn heima á Íslandi.

origins-logo

Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast við að lesa yfir Origins bloggin hjá svo mörgum bloggurum þessa vikuna er að fyrir utan einstaka maska (könnumst eflaust öll við græna næturmaskann og svarta kolamaskann sem allir eru að tala um), að þá er mikill fjölbreytileiki í uppáhaldsvöru yfirlitinu hjá flestum þeirra – og það finnst mér alltaf góðs viti og um sé að ræða gott merki yfir höfuð, en ekki bara einstaka kraftaverka vöru sem kemur í tísku og gleymist svo.

Fyrir neðan eru vörurnar sem ég nota hvað mest akkurat núna

slide1

  1. VitaZing – Með SPF 15
  2. Clear Improvement Kolamaskinn
  3. GinZing Dagkrem
  4. GinZing Peel-off maskinn
  5. Clear Improvement maskinn
  6. High Potency Næturkrem

En merkið getur státað af meiru en bara góðum vörum, en vörurnar hafa unnið til margra verðlauna og fengið viðurkennda stimpla fyrir bæði umhverfisvæna og hreyna framleiðslu í þokkabót. Enn fremur eru vörurnar um 95% lífrænar og fyrirtækið leggur mikinn metnað í að hafa umbúðir varanna endurvinnanlegar. Sjálfri finnst mér ótrúlega gaman af merkjum sem hugsa aðeins lengra en bara um að selja vöru, og bjóða í staðinn neytendum að velja vöru sem þeim bæði líkar vel við, og skilur ekki eftir eins mörg spor í náttúrunni og mörg önnur merki gera því miður í dag.

origins-about

Enn á ég eftir að prófa helling af vörum úr línunni þeirra, en ég get lofað ykkur að ég er rétt að byrja!

Hvað er ykkar uppáhaldsvörur frá merkinu sem ég þarf að prófa??

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *