Færslan inniheldur vörur sem ég fékk að gjöf

Nú styttist óðfluga í jólin, og eflaust margir sem eru á síðasta snúning að versla jólagjafirnar eða eru kanski bara í stuði til þess að versla smá jólagjafir handa sjálfum sér, ef allt annað á listanum er hakað við og komið undir jólatréð.

Sjálfri finnst mér ekki leiðinlegt að versla smá fallegt fyrir sjálfa mig, og tók því saman nokkrar persónulegar óskir

1. Louis Vuitton Pochette Metis – 2. iPhone hulstur frá Richmond&Finch – 3. Becca palletta

4. Salt og Pipar frá Nicholas Vahé – 5. Skemill í flaueli frá Søstrene Grene – 6. Nordstjerne blómavasi

7. Heima eftir Sólrúnu Diego

Ég var svo heppin að fá að velja mér fallegt úr frá 24iceland nýlega. Ég á fyrir úr frá þeim í rósagulli sem ég hef verið rosalega ánægð með þannig ég ákvað að velja mér gyllt, með brúnni leðuról og kóngablárri skífu. Ég var ótrúlega ánægð með úrið og fannst það enn fallegra en á myndum. Með úrinu fékk ég svo armband í gulli, en ég hafði lengi verið að horfa á svipuð armbönd á netinu, og því mjög ánægð með gjöfina.

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *