Töskur og Jakkar… það er eitthvað sem mér finnst ég aldrei eiga nóg af! Fjölskyldunni minni og kærasta finnst ég yfirleitt hálf rugluð og hrista hausinn í hvert skipti sem ég fjárfesti í nýrri tösku. Ég skil það svo sem alveg, það er ekki fyrir hvern sem er að eyða svona upphæðum í tösku druslu sem mörgum finnst bara safna ryki eða nota einungis  til að henda draslinu sínu í. En ég er svo mikið meira en bara fan… mér finnst fallegar töskur svo mikið meira en bara geymslupláss, ég get eytt tímunum saman í að horfa á Youtube myndbönd af öðrum eins töskufíklum og mér, sem lýsa nýjustu kaupunum sínum af sömu innlifum og ég upplifi þegar ég fer í gegnum ferlið að fjárfesta í nýjum grip.

Eina reglan sem ég set mér er að kaupa einungis hluti sem eru endinga góðir, með fallegu og hentugu sniði og litum sem eru alltaf klassískir, því við töskuóðu segjum okkur jú að í endann sé þetta nú svo helvíti góð fjárfesting… hvort sem það er rétt eða ekki veit enginn 😉

Að fjárfesta í hlut sem ég hef unnið hart fyrir, safnað pening fyrir, og stefnt að sjálf er ótrúlega góð tilfinning og áminning á hversu langt ég hef komist, en ég er einnig í góðri stöðu þar sem ég þarf ekki að sjá um neinn nema sjálfa mig, ég er ekki með neinar skuldir á herðunum, og ég sé alltaf til þess að þeir hlutir sem skipti máli séu í forgangsröð, það sem eftir stendur nota ég svo til að verðlauna sjálfa mig. Ég sé ekkert athugavert við það, þetta er eitthvað sem ég hef áhuga á og nýt fyrir sjálfa mig og engann annan, afhverju mega það ekki vera töskur? 🙂

Seinustu kaupin mín hafa verið töskur sem eru einungis með höldum og ekki hægt að hengja utan um sig “cross body” eða “shoulder-bag” þannig að helsta kræterían í þetta skiptið er að finna fallega tösku sem hægt sé að nota bæði dagsdaglega og að dress upp á kvöldið (þó ég mundi nú aldrei fara með börnin mín á sjúskaðann skemmtistað og taka sénsinn á að láta eitthvern bavíana hella á þau 😉 ).

Fyrir neðan eru þær töskur sem eru sem hæst á óskalistanum mínum, og ég stefni á að fjárfesta í einni í næstu utanlandsferðinni minni.

slide1

  1. Gucci, Dionysus – Þessi er efst á óskalistanum mínum, ég hef séð marga bloggara með útgáfur með prenti eða monogramminu á, en það er ekki alveg eftir mínu höfði þar sem að þær töskur detta svo fljótt úr tísku og því ekki eins mikið notagildi í þeim til lengri tíma. Ég var búin að vera skoða þessar svörtu lengi, en var svo orðin harð ákveðin í að kaupa ljósbrúna þegar ég datt um þessa vínrauðu þegar ég skrifaði ÞETTA blogg og varð ástfangin!! Vínrauði liturinn er ekki eins klassískur og þessi brúni og svarti, en hann kemur þó alltaf aftur á hverju hausti og hefur gert í mörg ár!

 

slide2

2. Chloé, Faye Bag – Þessi taska hefur varla farið framhjá neinum með augu! Það eru bókstaflega allir með þessa tösku, bloggarar jafnt sem óbreyttir borgarar.. sem veldur því eiginlega að hún hefur dottið úr 1. sætinu niður í neðari sæti hjá mér, en þar sem að taskan kemur í svo mörgum ótrúlega fallegum litum er ég ekki alveg tilbúin að afskrifa hana ennþá. Eina sem ég hef áhyggjur er að leðrið á lokinu verður notað og ljótt með tímanum, einhver hér með reynslu af því?

slide3

3. Gucci, Marmont – Rakst á þessa um daginn, og var ótrúlega spennt fyrir henni. Falleg kvöldtaska í réttri stærð. Ég hef ekki séð hana með eigin augum ennþá, þannig ég mundi ekki þora að kaupa hana á netinu fyrr en ég væri búin að halda á henni, en falleg og ég hef ekki séð neinn með þessa gerð ennþá.

4. Valentino, Lock – Ein af vinsælustu töskunum frá Valentino, mér finnst bleiki liturinn ótrúlega fallegur, en hef áhyggjur af því að taskan passi ekki við hvað sem er? Hvað er ykkar skoðun? Ég var að spá hvort hún væri kanski nógu fölbleik til þess að vera nýtt eins og kremaður hvítur, en ekki viss.

slide4

5. Saint Laurent, College – Þessi finnst mér alltaf falleg. Ég skoðaði töskuna þegar ég var í Miami í sumar og féll alveg fyrir vínrauða litnum, þó ég sé líka að spá í svarta eða gráa og rakst á þennan fallega brúna á netinu rétt í þessi

Hver er ykkar uppáhalds?

Endilega hjálpið mér að velja! 🙂

xx

2 comments

Reply

Vá þessi Vinrauða eða grá YSL eru æðislegar, líka þessi ljós bleika Valentino eru fullkomin.. Erfit val… Ég á dökk græna Metropolis Furla tösku, eimmit svona litla og nota hana daglega 🙂 Gangi þér vel að velja ….

Reply

ohhh mig langar í þær allar! En þá þyrfti ég að setja mig verulega á hausinn 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *