Við erum ekki mikið drykkjufólk ég og kærastinn minn, ekki misskilja mig, við höfum bæði gaman af góðu partýi, en við erum hvorugt mikið kósý heima drykkjufólk. Hinsvegar erum við algjörir nammi grísir, sem er svosem ekkert betra! En nýlega höfum við verið að finna mikla ást í ostum. Við ákváðum því að kíkja við í búð hérna í Aarhus sem heitir Unika þar sem að maður getur fengið að smakka allskonar osta og uppgötva nýja osta sem maður hefði kanski ekki viljað kaupa án þess að smakka. Mér finnst ótrúlega sniðugt að geta fengið að prófa aðeins og valið svo það sem henntar best og ekki skemmir hvað búðin var falleg! Þeir bjóða líka uppá hópsmökkun með víni, hugsa að við reynum að bóka það bráðlega, ótrúlega skemmtileg hugmynd til að gera eitthvað annað með vinahópnum inná milli.

IMG_1759

IMG_1760

IMG_1761

  IMG_1757IMG_1758

IMG_1762

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *