Ég ELSKA Pinterest og get legið yfir þessari síðu klukkutímunum saman. Þar er auðvitað hægt að skoða allt á milli himins og jarðar en helsta ástæðan fyrir því að ég ramba þangað inn er til að skoða mat. Ég á það til að festast í að elda alltaf það sama og borða alltaf það sama í millimál. Þegar mig vantar smá innblástur og hugmyndir kemur Pinterest alltaf til hjálpar! Mig langaði að deila nokkrum góðum hugmyndum sem ég hef sankað að mér.

7f7829a6e73fadabc485719b2fdea417

Egg í lítið eldföst mót með beikoni, góðu kryddi og smá osti

da4c5f24d308c71648f57649400a3631

Hvernig væri að hvíla hefðbundna skinkuhornið og prófa að fylla með Camenbert, epli og hnetum?

f9e88246082f3c80bfa58b87f92cc44b

Það er ekkert mál að búa til hálfgerða ,,tortillu” úr einu eggi, þá er það bara hrært aðeins saman og steikt svo á stórri pönnu. Mjög gott að fylla með osti og kjúklingaskinku.

bacon-wrapped-fries-17

Beikonvafið bakað avocado – eitthvað sem ég þarf nauðsynlega að prófa!

grilled-buffalo-chicken-lettuce-wraps-6

Kjúklingur og grænmeti inní kálblað með góðri dressingu

apple-trail-mix-cookie-1126

Góð leið til að búa til hollari eftirrétt eða smá gotterí með kaffinu.

Eplaskífur með hnetu-/möndlusmjöri, þurrkuðum ávöxtum, múslí, kókos eða jafnvel smá súkkulaði

img_1995_2

Súkkulaðihjúpuð granatepli – Granatepli sett í klakabox og fyllt uppí með bræddu súkkulaði

healthy-carrot-fries-with-dipping-curry-sauce-4

Gulrótarfranskar! Þetta er klárlega eitthvað sem ég ætla að prófa á næstu dögum

3893db62cccd42e633563fceba727e95

Góð leið til þess að gera dökkt súkkulaði enn hollara!

MMM! Ég gæti búið á Pinterest

Þangað til næst,

Lilja Rún

Snapchat: liljarunj

13330888_10154101947401877_616143439277532509_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *