Það er orðið alltof langt síðan ég skrifaði síðast og þá aðalaega vegna tímaleysis. Sumarið og síðustu vikur hafa verið ákveðið púsluspil, ég hef verið að vinna á bæði Jamie’s Italian og í GS Skór ásamt því að vinna í brúðkaupum, loka kvöld Ungfrú ísland var 26.ágúst og skólinn byrjaði miðjan ágúst. En nú þegar skólinn er byrjaður og ég er kominn á skólavaktir í vinnuni ætti að koma ákveðinn rútína á þetta og ég hef þar af leiðandi vonandi meiri tíma.

Ég ætla ekki að fara yfir allt saman í einni bunu heldur ætla ég að vera dugleg núna í vikunni og “gera upp sumarið”. Ég var búin að lofa að segja aðeins frá ungfrú ísland ferlinu, einnig hef ég verið að fá margar spurningar um Jamie’s Italian og með hverju ég mæli með og ég ætla því að skrifa um minn uppáhalds rétt á matseðlinum.

Ég ætla að láta nokkrar frá Instagram fylgja, ég er ágætlega virk þar @vittosol og heiti því svo að vera súper dugleg á næstunni!

Undirbúningur á opnun Jamie’s.

Skálað fyrir ungfrú ísland ferlinu.

Vinirnir og skólinn.

Og að lokum nýjasta viðbótin í huðflúrsafnið <3

Xoxo

-VS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *