Hvað varstu gömul þegar þú fluttir til Danmerkur?

Er dýrt að flytja til Danmerkur?

Hvað ertu lærð?

Við hvað vinnur þú?

Hvernig fær maður svona vinnu eins og þína?

Allt þetta eru spurningar sem ég fæ í hvert skipti sem ég tek við SnapChat-i Dætra (snap: DAETUR) – sem og mínu eigin SnapChat-i (alexsnapsz). Ég ákvað því að tími væri kominn til þess að svara þessum spurningum öllum hér inn á DAETUR.IS

Hvernig lýst ykkur á það?

Ég var aðeins 19 ára gömul þegar flutti til Danmerkur, Aarhus. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég vildi læra en mamma benti mér á Markaðsfræði menntun sem ég ákvað að taka. Ég vissi að mig langaði að komast út fyrir litla Ísland, litla Akraness og leifa sjálfri mér og mínum persónuleika að blómstra í nýju umhverfi.

Ætli þessi ákvörðun mín hafi ekki verið sú besta sem ég hef tekið.

19631_1336500498378_8275651_n

Ég tók 2 ára AP Gráðu nám í Markaðsfræði – Marketing and Economy í skóla sem heitir Aarhus Business Academy. Skólinn er örlítið frábrugðinn almennu háskóla námi á þann hátt að námið er á mjög “praktískum nótum”. Námið er unnið í miklum “case” vinnum eða verkefnum þar sem raunverulegar aðstæður fyrirtækja og einstaklinga eru teknar fyrir. Verkefni eru einnig unnin í samvinnu við hin ýmsu fyrirtæki og endar námið síðan á 3 mánaða starfsnámi, en þar þarft þú sjálf/ur að finna þér og sækja um það starfsnám. Hægt er að nýta sér þetta nám inn í BS gráðu þar sem hægt er að toppa AP gráðuna upp í BS gráðu.

HÉR ER HÆGT AÐ LESA UM SKÓLANN

Ég sótti um hjá BESTSELLER í starfsnám – og fékk inn á Söludeild VERO MODA. Hvernig komst ég þangað inn get ég ekki alveg svarað. Það sem ég fékk að heyra eftir á var að ég var mjög opin og brosmild í samtalinu. Í samtalinu var lítið fókuserað á námið sem sjálft þar sem ég auðvitað var búin að kynna það áður í umsókninni um starfsnámið. Það sem vað aðallega fókserað á var hvort ég sem persóna myndi passa inn í deildina. Var ég opin og “bubbly” eða var ég lokuð og feimin. Til þess að komast inn í söludeild verður prófíllinn að passa við deildina … opin, að eiga auðvelt með samskipti, jákvæðni og brosmildni. Hjá BESTSELLER er ekki mikilvægt að kunna Dönsku þar sem mjög há prósenta eru internationals. Í öðrum fyrirtækjum, minni, er frekar mikilvægt að geta talað Dönsku.

91ed5d8a1717a9b8056df94a47dc4819

Ég vinn í Söludeild, ég vinn við að stiðja við þá söluaðila sem staðsettir eru í þeim löndum sem ég vinn með. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað ég geri en í raun allt sem kemur að administrative vinnu sem tengjist sölu.

Screen Shot 2016-09-04 at 10.46.05

Afsakið léleg myndgæði, en hér er ein frá því ég var tiltölulega nýbyrjuð hjá VM.

Er dýrt að flytja til Danmerkur?

Það fer algjörlega eftir því hvernig aðstæður hjá þér eru. Ertu að flytja með heila fjölskyldu eða bara ein/einn. Sjálf flutti ég bara með ferðatösku. Leigði tveggja herbergja íbúð með stóra bróður mínum, kærastanum hans og þáverandi kærasta mínum. Svo flutningurinn var svosem ekkert það dýr – mublurnar voru keyptar í IKEA og þá bara það allra mikilvægasta á þeim tíma. Ætli fyrirframkostnaðurinn á leiguni hafi ekki verið dýrasti kostnaðurinn.

Þetta eru þær spurningar sem ég fæ hvað oftast. Mig langaði því að svara þeim hér sem og opna fyrir kommentakerfið okkar hér að neðan. Ég mun fylgjast með og svara öllum þeim spurningum sem á ykkur brenna 🙂

MUNIÐ Ef það að flytja erlendis er það sem þið viljið á ekkert að stoppa ykkur. Ef draumurinn er að vinna við tísku sækjist eftir því – Þið hafið í raun engu að tapa en að fylgja draumunum.

unknown

Sao SKJÓTIÐ og ég svara

KNÚS

http___signatures.mylivesignature.com_54494_234_18C0322C36A11C0DD6EABD82B1199DF7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *