Ég er nýbyrjuð í fríi – tveggja vikna fríi.

Ég hef búið í Aarhus í nú að verða 9 ár í Ágúst og hefur það verið partur af því að vera í fríi að njóta tímanns með fjölskyldunni – Mamma og Pabbi hafa annaðhvort heimsótt mig eða ég farið til Íslands.
Mamma lenti á flugvellinum í Billund í gærmorgun og höfum við nú verið að njóta fyrstu tveggja dagana saman hér með dætrum mínum á meðan Erik stendur vaktina í versluninni okkar LOUD KIDS COPENHAGEN í Aarhus.

ootd

OOTD: Oversize Gallajakki: VERO MODA – T-shirt: Dsquared2 – Pinstripe buxur: VERO MODA

Að vera í fríi frá vinnu, frá hversdagsleikanum fær mann til þess að taka skref aðeins til baka og líta yfir heildarmynd lífs síns. Heildarmynd gleði sinnar og sjá hvað það er sem skiptir máli, hvað það er sem gerir mann ánægðann og geta á þann hátt séð hvað það sé sem heldur aftur af manni þegar kemur að hinni fullkomnu hamingju fyrir sig. Í sumum tilvikum getur það verið heilsan, hreyfing, matarræði – í öðrum fjölskyldan, er ég of lítið með fjölskyldunni eða þarf ég meiri tíma fyrir sjálfa mig? – og í öðrum tilvikum er það vinnan, er ég glöð í þeirri vinnu sem ég er í í dag?
Það er margt sem hefur áhrif á hamingjuna og mikilvægt að geta skilið á milli hvar hallar af og hvar hlutirnir gangi vel.

Við höfum notið fyrstu helgi frísins okkar í hina ýmsu hluti – “hygge” á ströndinni – sófaleti – göngutúra – góðann mat og matarboð og síðast en ekki síst, smá bæjarferð og ferð á listasafnið ARoS í Aarhus.

Allt þetta í fangi fjölskyldunnar – Í fangi stæðstu hamingjunnar.

sundgardur

Við fengum gesti í matarboð – sumarið sýndi sína bestu hlið og hægt var að njóta hitanns í garðinum.

jazzmædgur

Við familian skelltum okkur á JazzFestival í Aarhus – Aarhus býður upp á svo fjölbreytta viðburði á sumrin.

aroszoe

artstelpur

me13

moizoe2

OOTD – Skyrta: Ralph Lauren – Choker: H&M – Rifnar Ökla síðar gallabuxur: VERO MODA

dans

Listasafnið ARoS í Aarhus býður upp á skemmtilegar sýningar alla daga – Frægi Regnboginn sem hannaður er af Ólafi Elíassyni, The 9 Rooms en þar ertu tekin í gegn um 9 mismunandi herbergi … pínu creepy en stelpurnar skemmtu sér konunglega inn á uppsettu “stripp – búllunni” enda ekkert nema flott dansgólf og glimmer Disco kúla á gólfinu.

Að njóta tímanns saman – að njóta frísins – að fá finna kjarna hamingjunar ….. er svo svakalega mikilvægt.

Enn mikilvægara er að hlusta á raddirnar innra með manni og ganga á eftir því sem gerir mann ánægðann. Draumar geta verið stórir – Draumar geta verið flóknir – En Draumarnir er oft leiðin að hamingjunni og á því ekkert að stoppa það.

Það mikilvægasta er að taka ákvörðunina – ákvörðunina að fylgja draumunum og hamingjunni.

dreams

LoVe

http___signatures.mylivesignature.com_54494_234_18C0322C36A11C0DD6EABD82B1199DF7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *