Þessa stundina stendur yfir RIFF kvikmyndahátíðin en ég reyni alltaf að sjá að minnsta kosti eina mynd þar á hverju ári.

 

Þetta árið fór ég að sjá Neon Demon eftir Nicolas Winding Refn. Myndin var sýnd í keppnisflokki Palme d´Or á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016, en leikstjórinn er þekktur fyrir myndirnar Drive (2011) og Only God Forgives(2013).

 

Þetta er mjög áhugaverð, hörð og óvægin ádeila á útlitsdýrkun og fegurðarþráhyggju. Myndin er alls ekki fyrir viðkvæma enda í flokki hryllingsmynda. En myndin er óneitanlega fallega tekin, full af flottum leikurum og vekur mann svo sannarlega til umhugsunar.

 


Ég mæli eindregið með því að skoða úrvalið af myndum sem í boði eru og það er alveg þess virði að að sjá eina ef ekki fleiri myndir, því þetta eru myndir sem maður sér vanalega ekki í bíó en þær hreyfa oft meira við manni en þessi Hollywood síbylja.

 

NAFN

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *