Mig langaði að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum í september ♡

  1. Melt Cosmetics Rust stack – Ekkert smá góðir mattir augnskuggar sem eru fullkomir bæði sem hversdags og einnig hægt að gera fallegt smokey fyrir kvöldförðun. Þeir eru mjúkir og litsterkir.
  2.  Morphe 439 – Þetta er fyrsti meik burstinn sem ég nota svona reglulega á sjálfa mig. Hann skilur ekki eftir strokuför í aldlitinu eins og sumir burstar eiga til að gera. Ég er enga stund að setja á mig farða með þessum bursta þar sem hann er bæði mjög mjúkur og þéttur.
  3. Maybelline Fit Me Dewy & Smooth – Þetta er klárlega uppáhalds ” Drugstore” farðinn minn. Farðinn helst vel á yfir daginn og gefur húðinni fallega áferð. Frábært meik fyrir þurra eða venjulega húð.
  4. Mac Subculture lipliner – Hinn fullkomni nude varablýantur fyrir ljósa húð. Passar við alla nude/bleiku varalitina mína.
  5. Mario Badescu rose water – Gott andlits sprey sem frískar uppá húðina þegar henni vantar raka. Ég nota þetta líka til þess að bleyta upp í augnskuggum til að gera þá litsterkari.
  6. Koko lashes, Misha – Þetta eru ein af fallegustu augnhárum sem ég hef prófað hingað til! Ég á oft erfitt með að finna góð augnhár fyrir mig þar sem ég er með lítil og ”hooded” augu. Mæli með að prufa þessi!

♡ Svana ♡

 

2 comments

Reply

Komdu sæl. Væri hægt að fá upplýsingar um hvar burstinn fæst. Nr. 2. B.kv. Steinunn.

Reply

Sæl Steinunn! Burstinn fæst í Fotia 🙂
http://www.fotia.is/collections/morphe/products/m439-deluxe-buffer

Kv. Svana 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *