Já já ég byrja nýja árið vel. Verkefnaflóð í skólanum sem byrjaði STRAX, verknám, vinna, BS ritgerð, og 30 ára afmælis undirbúningur í bígerð…

Og það sem ég geri er að byrja á því að setjast niður yfir þessum þætti… Góð hugmynd Oddný! Hentugt fyrir mig sem kann ekki að hætta ef ég byrja á góðum þáttum.

Jæja ég er allavega heltekin, kolfallin, ánetjuð! Aðal söguhetjan er frá Bergen þar sem ég bjó í eitt ár og ég fæ mjög góða “heimþrá” að heyra hreiminn hennar, ahhh elsku besta Bergen skrrrrollið mitt.

En hvað er eiginlega málið með þessa þætti? Ég held að við séum öll að falla fyrir þeim því við erum að tengja. Hver hefur ekki verið 16 ára og gjörsamlega að kafna úr ást, vandræðalegheitum, reiði, gelgju… Lovit!

Ég vil ekki segja of mikið um þættina. Þið fáið að vita þrennt :

  1. Karakterarnir eru B O B A, boooomba! Hver verður ekki hugfanginn af Noru og hennar nefbeini? Evu með sitt fallega rauða hár? Jonas, JONAS?! (Oddný muna hvað þú ert gömul, þú ert 24 (að verða 30 ára…) og hann 16 ára!!!) Sönu?
  2. Ef þú vilt ánetjast sjónvarpsþætti og elskar drama þá VERÐUR þú að horfa á SKAM. Svo eru líka norðmenn bræður okkar þannig það verða allir Íslendingar að horfa, þið hljótið að skilja það.
  3. Þeir eru nýjir og ferskir. Dramað er eins og gengur og gerist í svona þáttum en nútíma twist gerir þá eins og ég segi, að ferskri snilld!

Ég reyndar elskaði ekki þetta tímabil enda einn vandræðalegasti táningur allra tíma. Systir mín elskaði þetta tímabil aðeins meira en ég og gerði í því að fá mig til að roðna til dæmis með því að syngja upphátt með mér í bónus því það var náttúrulega það versta sem gerðist! Og hvað þá þegar ég talaði um gjafabréf fyrir framan þáverandi kærastan hennar (núverandi eiginmann) í staðinn fyrir nærföt, því já ég þorði ekki að segja nærbuxur upphátt fyrir framan hann, skemmst frá því að segja að hún hafði mikla unun af því að pynta mig með orðaleikjum um hin ýmsu gjafabréf með tilheyrandi roðni af minni hálfu.

Ástin brann líka heitar þá en auðvitað ætluðum ég og ítalski kærastinn minn að eyða ævinni saman. Ég hélt ég myndi bráðna niður í gólf þegar hann sagði mér að augun væru eins og stjörnurnar og hárið eins og hafið. Nei, ég er ekki að grínast. Og þetta vildi ég heyra, æhii dææææs 17 ára ég. Ekki það að Atli minn alíslenski mætti alveg segja að hárið væri allavega eins og lækur, kannski bara pínu spræna, en meina hafið er of dramatískt ég skil það núna.

Elsku hormónar, ég sakna ykkar, EKKERT.

En ég mæli algjörlega með þáttunum, svona allavega þegar þið hafið tíma.

Ykkar Oddný  (sem þið vitið hvar á að finna — Snap : oddnysilja)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *