Ég lofaði öllu grænu og fögru í síðasta bloggi og að ég yrði nú rosalega dugleg að blogga en náði mér svo í pest og er rétt að skríða upp úr því núna. Ég kom þó aðeins inn á Instagram story hjá Dætur en við höfum verið að kynna okkur þar undan farna daga og reynum að vera virkar þar.  Bæði í síðasta blogg pósti og á Instagram story talaði ég um rútínu. Ég er ein af þeim sem á mjög erfitt með að detta í rútínu… en nú er ég harð ákveðin í því að ég ætla mér að koma upp smá skipulagi og reyna að forgangsraða rétt. Þegar að ég tala um rútínu er ég ekki að tala um að detta í sama hjólfarið og fylgja því, við getum öll verið sammála um það að það yrði mjög fljótt “boring”. Ég þarf því að koma upp skipulagi í kringum hið daglega líkt og skóla, vinnu, æfingar og svefn og hið vikulega eins og matarinnkaup og annað slíkt með fjölbreytni að lykilatriði.

 

Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með því og hvernig gengur núna á næstunni. Ég var búin að tala um að blogga um Uí ferlið en nú er að verða kominn mánuður síðan og ég hef ákveðið að fjalla um það í lok árs þegar ég fer yfir “highlights” ársins og einbeita mér að öðru núna.

 

Leyfi nokkrum myndun af pinterest að fylgja sem veita mér innblástur fyrir komandi vikur..

 

Xoxo -VS

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *