Þessi færsla er skrifuð eftir miklar pælingar og vanlíðan…

15209116_10154158457692685_1131661195_n

Hvað myndir þú hugsa þegar þú sérð þessa mynd af mér? Tekin á snapchat af ástkærri mágkonu minni, filteruð með smá B&W og allt lítur vel út. Mér líður ekki þannig…

Ég átti Baltasar 27 júlí 2014, allt gekk mjög vel – meðgangan var góð og ég var líkamlega hress og fæðingin gekk bara vel miðað við frumbyrju. Eftir 36 vikur sá ég lítið slit á maganum og tók geðveikisKAST. Hvað var að gerst og afhverju var þetta að koma fyrir mig?! Ég sem hafði samviskusamlega borið á mig rándýra illa lyktandi Weleda slitaolíu, kókosoliu, hreina e olíu og allan fjandann – því nei, Drífa ætlaði ekki að enda útslitin sigin mamma!

Well well well í stuttu máli þá er ég útslitin sigin mamma.

img_8865

img_8863

img_8864

Nú var ég að klára meðgöngu nr 2, Ylfa kom í heiminn 2 ágúst og þótt ég hafi verið með töluvert minni kúlu núna en með Balta þá slitnaði ég samt meira – enda var hún 16 merkur og 52 cm, engin smásmíði!

Ég get ekki logið mér finnst ég smá vera ónýt. Afhverju skiptir maginn minn mig svona miklu máli? Jú líklega því maður vill líta vel út á nærfötunum eða í bikini….og í mínu tilfelli kannski líka í gallabuxum?

Ég reyni að forðast það eins og ég get að líta á mig nakta í spegli og það er ömurlegt. 

img_8845

Þrátt fyrir að vera orðin jafn þung og áður en ég varð ólétt þá er ég sjálfstraustið samt í molum útaf þessum slitum. Já ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því hve rugluð þessi sjálfsímynd og að þetta gæti verið verra. Ég veit líka að margir myndu drepa fyrir að vera í sömu sporum og ég – tveggja barna móðir.

img_8859

Ég er komin með upp í kok af því að vona að einn daginn vakni ég og slitin verði horfin, eða að líða illa í mínu eigin skinni. Ég ætla að gera mitt besta til þess að bæta hugsunarháttinn og gefa sjálfri mér séns – sjá frekar fallega líkamann sem kom tveim börnum í heiminn og á legg.

Þetta var skrifað á mettíma á meðan börnin mín sváfu – hér liggur heimilið í veikindum svo ég er öörlítið uppgefin, enda erfitt að hugsa um krilin tvö ein. (pssst.. nei ég og Bjarki erum ekki hætt saman, ég er bara í fæðingarorlofi á Íslandi út árið)

Hugsum fallega um okkur

XX

Drífa

Snap: drifag

Instagram: Drifagudmundsdottir

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *