Í gær langaði mig að elda eitthvað nýtt svo ég fór í búðina og ákvað að finna eitthvað skemmtilegt hráefni sem myndi gefa mér dinnerinspo. Ég fann kóngarækjur svo ég ákvað að skella í stirfry núðlur – ekki að ég kunni það beint en mér tókst að gera prýðilegar núðlur!

STIR FRY KÓNGANÚÐLUR

GRÆNMETI:

2 gulrætur

1/2 paprika

1 púrrulaukur

1 haus smátt skorið brokkolí

Baunaspírur eftir smekk

ATH það er hægt að hafa semí hvaða grænmeti sem er – eftir smekk hvers manns!

SÓSA:

3 hvítlauksgeirar

3 msk soya sósa

1 msk púðursykur

1 msk maíssterkja

2-3 cm bútur rifinn engifer

KJÖT: 

Kóngarækjur

Það má nota hvaða prótein sem maður vill – 

Kjúlla, kjöt, tofu eða hvað sem er. 

NÚÐLUR: 

Egg noodles (medium) – frá Blue Dragon

AÐFERÐ: 

Ég byrja á að gera sósuna en það er gott að láta hana standa aðeins áður en maður notar hana, öllum innihaldsefnunum er blandað saman og chiliflögum bætt við ef maður vill hafa spicy.

Næst steikti ég rækjurnar uppúr olíu og hvítlauk og lagði til hliðar.  Þegar því var lokið steikti ég allt grænmetið saman í uþb 5 mínútur og gerði þá ,,holu” í miðjuna þar sem ég hellti sósunni ofaní og blandaði svo saman við grænmetið. Þarna lækkaði ég hitann og lét allt saman malla í nokkrar mín á meðan núðlurnar voru soðnar eftir leiðbeiningum.

Þegar núðlurnar eru klárar helli ég vatninu af og set þær út á pönnuna ásamt rækjunum og blanda öllu saman.

Sem ,,garnish” setti ég grænan lauk og sesamfræ.

ENJOY!

14081352_10153904942017685_789610397_n

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *