Partur af þvi afhverju ég hef verið mikið kvíðin og stressuð uppá síðkastið er það að strákurinn minn virðist vera kominn mjög langt á eftir jafnöldrum sínum í þroska og hann sýnir allskonar einkenni sem èg skil ekki.


Svona til að byrja þá er strákurinn minn sá allra fyndnasti, ljúfasti, sætasti og besti – og ekkert breytir þvi.

En spurning sem ég fæ oftast varðandi hann er ,,bíddu talar hann bara alls ekki?”. Nei hann segir tvö orð en annað ekki. Afhverju? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. Ég vildi óska þess að ég vissi það og gæti útskýrt það en ég get það ekki. Hann Balti minn er 2 ára og 8 mánaða.


Hann vill heldur ekki leika ser með öðrum börnum og bregst ekki við nafninu sínu sem slíku… en þið vitið … það finnst mér ekki endilega það versta. Það er erfitt að sjá önnur börn taka fram ur honum þroskalega séð sem eru allt að 1 og 1/2 ári yngri en hann.

Við höfum hitt lækna og sérfræðinga og hann er með mjög heilbrigð eyru og augu svo það er ekkert að þar. Er ljótt að segja að ég vonaði pínu að hann þyrfti bara heyrnartæki og þá myndi hann ná öllum bara?

Annað sem veldur mér áhyggjum er það að á hverjum degi fær hann kippi/krampa sem læknar hafa ekki áhyggjur af / hafa hreinlega bara ekki séð en ég næ ekki alveg að hrista það af mér að þetta sé óvanalegt.

Hvað ef eitthvað er að sem enginn veit af en er að hafa mikil áhrif á hann?

Ég veit ekki beint ástæðuna fyrir þessu bloggi mínu – annað en að pústa aðeins… nóg er ég buin að grenja í Bjarka og móður minni!
Ekki misskilja mig, ef sonur minn er einhverfur þá er það allt í lagi og bara frábært því það er hann. En ég er bara hrædd við það sem ég hef ekki hugmynd um hvað er – og ég er gjörsamlega týnd varðandi það hvaða kröfur ég get gert á hann.

Nei nú hætti ég! Púst over ❤❤

XX Drífa

Snap: drifag

Instagram: drifagudmundsdottir

7 comments

Reply

Mæli með að þú kíkir á einhverfu grúbburnar á Facebook (ef þú ert ekki búin að því). Margt sniðugt sem margir skrifa þar. Minn strákur byrjaði ekki að tala fyrr en um 4 ára aldur, þannig að fólk skildi hann. Haltu áfram að vera sterk og standa me þínu barni ❤

Reply

Ég myndi ræða við leikskólann og fá sérkennslustjóra til að fylgjast með honum. Ef hann er ekki á leikskóla að þá getur þú reynt að komast að hjá heila og taugalækni þar sem þeir sjá meðal annars um greiningu á einhverfu og öðrum misþroska hjá börnum.
Strákurinn minn er blíðasta og yndislegasta barn sem ég veit um en hann er 4 ára og nýfarinn að tala eitthvað smá, rétt nóg til að segja til um grunnþarfir og það eru fáir aðrir en hans allra nánustu sem skilja hann. Hann unir sér sérlega vel einn í leik og á það ennþá til að svara ekki nafni sínu. Ég kannast ekki við þessi köst sem þú talar um, en minn strákur fær stundum undarlega kækji. Ég hef farið með hann til ótal lækna vegna innsogs hljóðs sem kom alltaf hjá honum en eina skýring virðist vera að þetta sé kjækur.

Greiningarferli getur tekið langan tíma og þarf marga sérfræðinga, svo ég ætla ekki útfrá stuttri bloggfærslu að gera mig að ofur sérfræðingi og koma með greiningu. En ég þekki þessi tilteknu einkenni sem þú nefnir og þekki líka vel hversu vont það er að vita ekki hvað er að en finna á sér að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Svo ég vildi bara benda þér á þetta 🙂

Reply

Æji leiðinlegt að heyra, Ég á einn 4 ára , ljúfan, sætan og yndislegan strák sem er nákvæmlega eins og þú lýsir og var akkurat 2 ára og 8 mánaða þegar ég ákvað að fara með hann til barnalæknis. Ég var líka búsett í danmörku þegar þetta var. Systir hans er 15 mánuðum yngri og var kominn langt fram úr honum. Besta sem ég gat gert fyrir hann var að fara með hann í greiningu, en það er næstum komið ár síðan og maður er alveg ennþá týndur þrátt fyrir að vera kominn með greiningu. Maður tekur bara einn dag í einu og gerir sig besta 🙂 Gangi þér ve

Reply

Endilega reyna fá ráð hja leikskólanum hans eða hafa samband við fagfólk td sálfræðing, þroskaþjálfa eða svipað til að fá tilvísun á greiningarstöð ef eitthvað þarf að kanna betur 🙂 gangi ykkur vel 😄

Reply

Segi það sama og Ogla Rut. Mæli með því að þú kíkir á einhverfu grúbburnar á Fésbók. Minn strákur er 5 ára og mun fara í 1.bekk í haust. Hann er rétt byrjaður að tala en þó ekki orðin skýr og ekki allir sem skilja hann. Hann er samt flottastur og ég get ekki séð hann fyrir mér neitt öðruvísi.

Reply

Lýsingin þìn minnir òneitanlega á son minn (fyrir rùmum 16 árum sìðan) fyrir utan krampana. Nema að hann tòk svo upp á að fá flogaveiki fyrir nokkrum árum sìðan 😉 Flogaveiki er mjög algengur fylgikvilli einhverfu. Getur verið að kramparnir séu flogaköst?

Reply

Ég segi það sama og Jóna. Getur verið að hann sé flogaveikur? Ég á flogaveikt barn sem er einnig með ADHD og á einhverfurófi og kannast við það sem þú nefnir. Gangi ykkur vel, það er styrkleikamerki að leytast eftir aðstoð eins og þú gerðir 👏🏻😘

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *