Mig langar að deila með ykkur uppáhalds eftirréttinum mínum! Þessi uppskrift er ætluð fyrir 8 – 10 manns, fer eftir hversu stór formin eru. Þessi uppskrift er einföld en svo ótrúlega góð, hún slær alltaf í gegn!

Súkkulaði Soufflé

Innihald

125 gr smjör

125 gr suðusúkkulaði

150 gr sykur

3 egg

3 msk hveiti

Aðferð :

Smjör og súkkulaði brætt saman í örbylgjuofni við vægan hita.

 _mg_6777_mg_6782

Sykur og egg þeytt saman (ljóst og létt, en ekki of lengi). Smjör/súkkulaði og sykur/egg hrært varlega saman með sleif.

_mg_6791_mg_6796

Hveiti sett út í og hrært varlega saman við.

_mg_6805

Næst er blandan (deigið) sett í 8-10 soufflé form. Mér finnst best að fylla formið að 2/3. Ef sett er of mikið deig í formin getur flætt uppúr.

_mg_6821

Þetta er hægt að geyma inní ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en það er bakað í ofni. Bakið við 180 °C í 15 mínútur og borið strax fram.

_mg_6829

Gott er að bera kökuna fram með jarðaberjum og ís, eða hindberjasósu og rjóma.

Gott að hafa á bakvið eyrað að þegar formin eru tekin úr ofninum á kakan til að falla, svo það er best að bera hana strax fram.

Hindberjasósa 

Innihald:

225 gr frosin hindber

1  1/2 dl flórsykur

Aðferð :

Hitið hindber í örbylgjuofni þangað til allt frostið er farið úr þeim. Hægt er að sigta berin svo sósan verði tær, eða hafa örður í sósunni. Bætið flórsykri útí og hitið saman þannig að sykurinn leysist upp.

Verði ykkur að góðu xx

♡Svana♡

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *