Loksins erum við mætt á ágfangastað! Eftir nokkra daga og brúðkaup á Íslandi var kominn tími fyrir langt flug frá Íslandi til Boston, og þaðan til Orlando í gær. Við lenntum í Boston og fórum í næsta flug og rétt sluppum við storm viðvörunina sem skall í gang og öllum flugum frestað frá austurströndinni!

IMG_2167

Að lenda á flugvellinum í Boston

Við komum loksins á hótelið okkar um kvöldmatarleytið í gær, bæði alveg búin á því, en þar sem við ættlum bara að stoppa hér í 3 daga að þá henntum við draslinu inní herbergi og keyrðum af stað á vit ævintýranna. Við nenntum ekki mikið að pæla í matnum, þannig við brunuðum á Shake Shack og fengum okkur burgera, sem voru ótrúlega góðir, en þeir voru einmitt á to-do listanum afþví ég hafði heyrt mikið um matinn þar.

IMG_1957

Eftir að við vorum búin að gúffa í okkur fórum við beint í Wallmart að drekka inní okkur menninguna, ég ELSKA Bandaríkin og stefni á það að búa hérna einn daginn, þannig ég er búin að vera pínu stress hvernig Emil mundi líka við þar sem það veltur nú ansi mikið á því að honum líki landið líka… só far er hann á sama máli og ég!

Það er líka ótrúlega fallegt hérna, en eins og ég nefni áðan að þá ættlum við bara að vera hér í 3 daga, og er aðal planið að kíkja í Harry Potter garðinn að nördast í allann dag. Klukkan er rétt 6 hérna, en tímamismunurinn er eitthvað aðeins að stríða okkur og erum við búin að vera vakandi síðan kl 4-5 en ættluðum að sofa til 9, þannig þá er bara tími fyrir smá blogg og alvöru bandarískann morgunmat.

IMG_1975

xx

INSTAGRAM: @rebeinars

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *