Ég er búin að vera í brjáluðu svefnrugli síðan við komum til Íslands, sem er svosem alltilæ akkurat núna þar sem að veðrið er ekki það besta. Við erum bara búin að slappa af (mikil nauðsyn þar sem að fæturnar á mér eru eitt sár frá endalausro göngu seinustu 2 vikurnar í Bandaríkjunum). Við erum búin að hitta vini, út að borða og slappa af með fjölskyldunni minni, en við drifum okkur líka í hvalaskoðun á þriðjudaginn og skemmtum okkur ótrúlega vel þar sem að við vorum ótrúlega heppin og hvalirnir eltu bátinn og stungu sér hvað eftir annað á meðan að þeir borðuðu og sýndu sig fyrir útlendingunum og mér. Ég fór með kærastann minn, sem er búinn að suða um hvalaskoðun í langann tíma, og kærustu vinar míns sem er frá Ekvador, og þau voru bæði ótrúlega ánægð með túrinn, og ekki skemmdi fyrir að við fengum 50% afslátt í gegnum Hópkaup á netinu.

Reykjavik

  1. Esjan og Reykjavík // 2. Reykjavík úr Hallgrímskirkjuturninum // 3. Sólsetur á Akranesi

Við eigum bara 5 daga eftir af sumarfríinu okkar áður en við fljúgum aftur til Danmerkur, og ég get ekki sagt að ég sé tilbúin að vakna aftur í vinnuna… ég skráði mig inná emailið mitt snögglega á sunnudaginn og var með 1300 ný email… ég var fljót að logga mig út aftur! Næst á dagskrá er samt brúðkaup aldarinnar á Ströndum. Við ættlum að keyra á föstudaginn og reyna að sjá nokkra hluti, en upprunalega planið var að keyra í gær, en veðrið var bara ekki nógu gott.

Eins og titillinn á þessu bloggi gefur til kynna er ég er mikill tösku aðdáandi… síðan ég fjárfesti fyrst í designer tösku að þá hefur þessi ófreskja innan í mér bara vaxið og heldur áfram að vaxa og dafna með hverri töskunni sem ég fjárfesti í. Í byrjun sagði ég sjálfri mér að um leið og ég mundi kaupa drauma töskuna að þá mundi það vera nóg. Ég get með sanni sagt að það voru draumórar og ef eitthvað er að þá er enn auðveldara að kaupa fleiri eftir að ég tók þetta skref fyrst.

Ein af töskunum sem ég keypti mér á þessu ári var frá Bandaríska merkinu Rebecca Minkoff. Ég sá fyrst myndir af töskunni á netinu og féll algjörlega fyrir litnum og áferðinni, en taskan er úr flaueli og er fallega vínrauð.

IMG_1922

Þegar ég fékk töskuna í hendurnar að þá fékk ég fiðrildi í magann, hún var enn fallegri bæði í áferð og liturinn en mér hafði dreymt um!

Persónulega kaupi ég 90% af töskunum mínum í betri gæðum sem munu endast að eilífu og er meiri fjárfesting heldur en það sem ég gerði áður fyrr, að kaupa ódýrar töskur sem ég fékk leið á eftir nokkra mánuði, eða skemmdust við minnsta áreiti. Hvorki fjölskyldan mín né kærastinn minn hefur skilning á þessari eyðslu í mér, en ég er handviss um að það leynist annar töskupervert eins og ég hérna inni sem deilir þessari ástríðu með mér.

Hvað er drauma taskan ykkar?

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *