Sumarið er komið hérna í Danmörku og ég er búin að vera dugleg að fara út með krakkana og njóta sólarinnar og samverunnar, enda yndislegir garðar allt í kring og skemmtilegir leikvellir.

Ég finn það að við erum öll glaðari og léttari í lund eftir góða útiveru og þessvegna reyni ég að fara sem mest út með krakkana og leyfa þeim að hreyfa sig, njóta þess að skoða og sleikja sólina.

Um daginn fór ég í Lindex og fékk falleg sumarföt á krakkana, úrvalið þar er endalaust og fötin eru endingargóð – og á góðu verði. Ég valdi ótrúlega sætt dress á Baltasar og yndislegan sumarkjól á Ylfu.

Það er að verða erfiðara og erfiðara að taka myndir af þessum krúttum – enda hafa þau margt betra að gera en að brosa framaní einhverja myndavél!

Ylfa elskar sumarið 🙂

Aðeins að smakka fíflamjólkina!

Baltasar Dan í ævintýraferð!

Ég vona að þessi kjóll passi enn í ágúst – þá verður hann notaður sem afmæliskjóll!

Hér sést mynstrið betur – fiðrildi & blóm

Fötin eru gjöf frá Lindex og erum við ótrúlega ánægð með þau – þau fara vel í þvotti og krökkunum líður vel í þeim. Ég skrifa ekki um vörur sem mér líkar ekki – eða börnunum líður ekki vel í.

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *