Ljómandi og “sun kissed” húð er look sem ég leitast eftir á sumrin. Ég er kannski ekkert mikið meira máluð á veturna en þá nota ég frekar þekju meiri farða og hyljara sem ég sleppi nánast alfarið á sumrin.

1 FARÐI  Mér finnst Mac Studio Face And Body fullkomið! létt og falleg áferð.

2 PÚÐUR  Ég púðra létt yfir því ég er með olíukennt T-svæði og á það til líta út eins og ég sé ný komin úr spinning tíma.  Ég nota loose powder cream frá Make up store sem að gefur fallega og náttúrlega áferð.

3 SÓLARPÚÐUR  Næst er það lykilatriðið og klárlega einn af þeim hlutum sem að ég tæki með mér á eyðieyju! Sólarpúður! Ég hef verið að nota Hoola frá Benefit síðustu ár, sem að fæst því miður ekki hér á landi, en það er matt og þægilegt að vinna með. Ég er algjör sólarpúður perri og yfirleitt með alltof mikið, það er ekkert less is more hér. Efst á óskalistanum núna er meira bronze sólarpúður, Mineralized Skinfinish Give Me Sun frá Mac kemur vel til greina.

4 HIGHLIGHTER  Það eru allir sammála um það að smá shimmer er must have. Ég hef aðalega verið að nota Mineralized Skinfinish Soft & Gentle frá Mac. Það er mjög fínn ljómi en ef að ég vil ýktara look eins og fyrir festivals á ég Midas Touch Highlighter Palette frá Sleek sem er ótrúlega sæt.

5 AUGU  Ég er ekki mikið með augnskugga en þá helst gríp ég í hlýja liti. Én nota gjarnan Morphie 35O en annars nota ég líka oft bara Hoola sólapúðrið. Svo er L’Oreal Paris Telescopic maskarinn í algjöru uppáhaldi þessa stundina. Hann lengir augnhárinn og ég hef oft verið spurð hvort ég sé með gerviaugnhár. Lykillinn á bak við hann eru nokkrar umferðir!

6 VARIR  Að lokum eru það varirnar. Ég leita helst í nude liti og þá er Velvet Teddy frá Mac oftast fyrir valinu. En á sumrin finnst mér gaman að leika mér með smá liti og bleikur er í smá uppáhaldi núna. Ég hef verið að prófa Liquid lipsticks frá Ofra og er rosa skotin í þeim. Annars eru glossin frá Victoria’s Secret all time favourite, þau fást í fríhöfninni.

Ég er enginn förðunarfræðingur en fyrir mér er þetta hið fullkomna sumar look.


V I T T O S O L

-VS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *