Þegar það byrjar að kólna örlítið úti og helgarnar einkennast að inniveru finnst mér mikilvægt að breyta þessari annars þreytilegu inniveru í almennt “hygge”

Að leyfa sér að klæðast náttfötunum fram eftir degi og hlusta á rigningardropana dynja á gluggana getur verið svo afskaplega huggulegt.

Á veturnar byrja ég köku tíð – ég baka eina köku á hverri helgi – alltaf mismunandi köku. Börnin ELSKA að dúllast með mér í eldhúsinu og fá svo njóta gómsætrar köku með mjólkurglasi í kaffitímanum.

Um síðustu helgi prófaði ég að gera þessa Karamellu Ostaköku sem kom líka svo ofboðslega vel út, svo ég ákvað að deila uppskriftinni með ykkur.

osta kaka

UPPSKRIFT af Toffie Ostaköku

Botn

300 gr Digestive kex
150 gr Smjör

Aðferð: Auðveldast er að setja kexið í matvinnsluvél og mauka það vel. Ég á ekki matvinnsluvél svo ég set kexin í stórann IKEA zip lock poka, loka pokanum en skil eftir smá rifu svo pokinn springi ekki. Tek síðan kökukefli og rúlla yfir pokann þangað til kexið er vel mulið. Á meðan bræði ég smjörið og blanda svo öllu saman. Þá tek ég Smelluform og þrýsti kexblöndunni vel ofan í botninn á forminu og set í ísskáp á meðan ég útbý fyllinguna.

Karamellu og Nougatsósa

200 gr Sykur
50 gr Smjör
1 1/4 dl rjómi
1 tsk Vanilludropar
100gr Nougat

Aðferð: Setjið sykurinn í pott og látið hann bráðna og verða að brúnum massa, passa sig að brenna sykurinn þó ekki og hræra því vel í. Taktu Pottinn af hellunni og settu smjörið sá í einu við sykurinn á meðan þú hrærir í. Settu þar eftir pottinn á helluna aftur og bættu rjómanum í smám saman. Ef karamellusósan er of þunn leyfðu henni þá að sjóða lengur (passa að brenna ekki samt). Ef hún er of þykk, bættu þá í rjóma. Endaðu svo á að taka karamellusósuna af hitanum og bættu vanillunni og nougatinu saman við. Hrærðu þangað til nougatinn er bráðinn og blandaður við. Láttu karamelluna kólna vel áður en hún er blönduð við ostaköku massann.

Ostakakan

400gr Philadelphia rjómaostur
6 tsk Flórsykur
1,75 dl karamellusósa (þessi sem við vorum að búa til)
Restin af 1/2 L rjóma (notuðum aðeins í karamellusósuna áðan)

Aðferð: Rjóminn er þeyttur og tekinn til hliðar. Rjómaosturinn og flórsykurinn er hrært vel saman. Blandaðu þar eftir rjómanum og karamellunni varlega saman við ostablönduna (geymdu smá karamellu til að punta ofan á kökunni) – Blandan er síðan sett yfir botninn og puntað með karamellu og Toffie bitum ofan á. Kakan er síðan sett inn í ísskáp þar sem gott er að leyfa henni að vera í ca 2 tíma áður en hún er borin fram.

Það tekur án gríns max 15 mín að útbúa kökuna en tveggja tíma biðtíminn líður ofsalega hægt með svona girnilega köku í ísskápnum.

ostakaka

NJÓTIÐ

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *