78d986ee839af87cbb8b863859a7f482

Að velja “réttu” flísarnar inn á baðherbergið getur reynst mörgum erfitt.

Ég er að fara taka baðherbergið okkar í gegn og þá meina ég í gegn, allt út og allt nýtt inn. Við keyptum íbúðina okkar sem er staðsétt í Norðurmýrinni fyrir um 5 árum. Húsið er byggt um 1939 og það er upprunalega innrétting.

Hún er ekki sú versta, en ég get ekki beðið eftir að taka upp sleggjuna og umturna baðherberginu.

unnamed

Lagnirnar láku hjá okkur í byrjun sumars, þurftum að rífa frá og laga. Einnig erum við búin að taka út potta ofninn sem var undir hillunni.

Það eru svo margar búðir sem eru að selja flísar, en þó svo að það eru svona margar þá var ég ekki að finna þær “réttu”. Ég vildi fyrst fá litríkar, mismunandi mynstur og helst í einhverju skemmtulegu formi. Ég veit ekki hvert maðurinn minn ætlaði þegar ég sýndi honum nokkrar myndir.ed67d8829ea936b8827b504aea23a974

80aff1461b59fa85722b6fb79eee3dfa

En eftir margar samræður, þá gaf ég aðeins eftir og vildi fá svartar/hvítar mynstraðar og sexhyrntar flísar. Ég passaði að gefa ekki of mikið eftir þar sem ég ræð íbúðinni, hann má ráða grillskúrnum 🙂

black-and-white-bathrooms-1  baba7ce0bb7a9432cef0197d6e7e12ec  ef45b84d95a91d300ae546ac38ef9703

Ég fór í allar flísarbúðirnar á stór Reykjavíkur svæðinu og fann ekkert sem mig líkaði við, þangað til að ég fór í Álfaborg og fann drauma flísarnar. Þær eru sexhyrntar, grár/svartar/hvítar og með mismunandi mynstri. Þær koma frá fyrirtæki sem heitir Equipe Ceramicas, framleiddar á Spáni og hér er heimasíðan síðan þeirra.

Ég valdi þessar og tók einlitar líka með, þá ljós, milli og dökk gráar og saman mynda þær þetta flotta gólf.

Hexatile_cement_garden_grey-1030x837

Þegar ég fæ þessar fallegu flísar í hendurnar, ohh hvað mig hlakkar til, ég hef verið á “leiðinni” að breyta baðinu í rúm 5 ár. Get ekki beðið.

hexatile_cement_1

Annað mynstur 

Ég mæli með að fara tímalega í búðir og leita af vörunum sem ykkur vantar, hvort sem það er nýjar flísar eða ný eldhúsinnrétting. Oft þá þarf að sérpanta, sérstaklega ef þið viljið “öðruvísi” vörur. Ég var soddan klaufi og reyndar fann ekki réttu flísarnar fyrr en svo seint, því það tekur um 6 vikur að fá þær til Íslands. Ég ætlaði að klára baðherbergið í sumarfríinu, en það er ekki að fara að gerast. Þetta ævintýri verður bara haust dúll hjá mér og Sigganum mínum.

Þemað inn á baðherbergið verður í skandinaviskum stíl, svart,hvítt,grátt og gráblátt.

fdb2d05028f60fc57b65fea8fb338394

Um leið og ég er komin með allar vörurnar, inréttingarnar og svarta baðkarið mitt þá mun ég deila allri þeirri gleði með ykkur og sýna fyrir og eftir myndir af baðinu.

Þangað til næst

-Svava Halldórs- 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *