Ég er ótrúlega vanaföst manneskja þegar kemur að ýmsum hlutum, sérstaklega veitngastöðum og að prufa nýja staði og rétti. Mér finnst fátt leiðinlegra en að fara á nýjann stað og eyða peningum í eitthvað sem ég er ekki ánægð með, sérstaklega þegar manni finnst maður hafa sóað pening, við könnumst nú öll við það?

En til að reyna að vera örlítið opnari að þá erum ég og kærastinn minn í matarklúbb og förum á ca. 6 vikna fresti á nýja staði til að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem ekkert okkar hefur prófað. Ég hafði heyrt um góðann Tapas stað í miðbæ Aarhus, þar sem að maður borgar 5 þús íslenskar krónur og fær stórann platta af pulsum, hráskinku, 5 tegundum af ostum, heima lagað pestó og hvítlauksaioli. Til viðbótar að þá fær maður frítt rauðvín, hvítvín, freyðivín, bjór eða gos, all you can drink! Það er náttúrulega alveg hlægilegur peningur fyrir frítt áfengi eins mikið og maður getur drukkið, plús að þeir bættu endalaust við brauðið og allann matinn sem við báðum um meira af! Ef þið eruð í Aarhus og eruð sólgin í Tapas eins og við, að þá mæli ég hiklaust með þessum stað, en munið að panta borð – Staðurinn heitir Stechers.

IMG_1796

IMG_1807

Útsýnið frá staðnum – miðbær Aarhus

IMG_1827

Miðbærinn í Aarhus

IMG_1804 IMG_1792

Við fengum okkur svo nokkra cocktaila eftir matinn þar sem þeir voru á 50% afslætti fyrir matargesti!

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *