841ede72d2b23130fa22a12d8d043db5

Tattoo eða Húðflúr er að mér finnst ákveðin lífstíll sem ég fylgi svo sannarlega eftir. Það eru ekki allir sem skarta flúrum en þó gera það margir. Ég persónulega hef frá því ég man eftir mér heillast af húðflúrum, að það væri hægt að skreyta líkaman sinn, skapa góðar minningar, vera ÞÚ sjálf og ekki vera eins og allir hinir 😉

Hún Auður Ýr er myndlistarnemi frá NY og hún er nýbyrjuð að húðflúra á Íslensku húðflúrstofunni (ég ætti í raun ekki að segja hvar hún vinnur, það er nú þegar orðið svo erfitt að fá tíma hjá henni ;)).

Váá allt sem hún gerir er svo fallegt og ótrúlega vel gert. Ég var ekki lengi að koma mér til hennar og fá mér eitt nýtt. Ég sagði henni hvernig flúr ég vildi, í hvaða stíl og saman teiknuðum ( hún teiknaði ég sagði já og Nei ;)) þetta fallega Mömmu tattoo sem mig þykir svo vænt um.

05b8a84ea898277f7c67798799f73f94

Ég missti móður mína úr krabbameini þegar ég var nýorðin 14 ára gömul, og fannst því tilvalið að fara á afmælisdeginum hennar og fá mér svona Mamma hjartatattoo framan á hægrihendlegginn. En það hefur líka aðra merkingu fyrir mig en sú er að ég er sjálf móðir og inn í hjartanu eru 3 litlir hringjir sem eiga að tákna, Sögu, Sigga og mig sem sagt fjölskyldan mín. Þess má geta að þetta var 5 flúrið sem hún snillingurinn Auður gerði.

Hér eru fleiri sem hún hefur gert

 eb918c58bf999cd19dd149cf43c37c38 a42306296ae29decab090e6f5cc77542

 

 

 

 

 

 

 

99b6233f0cd6d6120800d3c3ca729388

93e25d6ed8023ec47af1934e7699e8b5 Stílinn hennar er svo minimal og fallegur

a5361c4aa18f5421b841e6232226bc75 6af4db1ad9f807b4ea7ac26a255c7348

7fdf6a0aa8cda93561d4e5f48f9b074c

23a4d1c88670e0baeac83780f7f9e92a

Eins og sést á þessum myndum er hún mikið fyrir að gera falleg blóm

65b7fdfa8d086a6dce7bbfaf61877a21

43d05c2f4b14b03dbd545ca5dae30bd7

En er líka einstaklega klár að gera flott húðflúr.

Ég ber núna 3 flúr eftir hana Auði og er svo ánægð með þau öll, og er nú þegar komin með hugmyndir og teikningar af fleirum. Þessi sæti Flamingo var nr 2 hjá mér, get ekki beðið eftir að lita hann bleikan. Ég hef oft verið spurð hvort ég sjái ekki eða mun ekki sjá eftir því að fá mér Tatto, svarið er NEI, þetta er eitthvað sem ég geri fyrir mig og mig eina, ef ég verð leið á einhverju þá bara set ég stærra yfir 😉

Ef þið viljið fylgjast með Auði Ýr þá er hún með IG síðu en hún er líka fær ljósmyndari.

4f8519e144ee44cc5f8d8a29a2112250

Falleg teikning, mig langar í eitt svona blóm á vísifingur, læt verð af því við tækifæri.

Eigið góða helgi

..Ég er með IG síðu ef þið viljið fylgja mér..

Þangað til næst

-Svava Halldórs-

One comment

Reply

Þú ert yndi <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *