Mikið langar mig að kíkja á Tax-free daga í Hagkaup! Það er einhver stemning við það að fara í kósýgalla og sandölum í Hagkaup Garðabæ eitthvert gott tax-free kvöld!

Það er tax-free þessa dagana í Hagkaup og ég tók aðeins saman hvað mig langar í!

Taxfree

Þetta eru helst svona dekurvörur en ég er í miklu dekurstuði þessa daga og njóta þess að gera vel við húðina…

NO1 er yndislegur Clarins varagloss sem nærir varirnar og gerir þær mega kyssulegar!

NO2 er Algae mask frá Blue Lagoon. Ég var svo ótrúlega heppin um daginn á Kynningarmarkaði Netverslana að ég fékk geggjaðar prufur af möskum frá Bláa Lóinu og ég er sannfærð! Algae maskinn er á toppnum á mínum óskalista!

NO3 er Armani She ilmvatnið – Þessi ilmur kom út 1998 og er ótrúlega klassískur og kvenlegur immure.  Hann er með blöndu af ávöxtum, jasmín, cedar, vanillu og musk. Einn af mínum eftirlætis.

NO4 – Essie Allure. Ég held að flestir kannist við þennan lit en hann er fallegur, kvenlegur og klassískur.

NO5 – Blue Lagoon rich nourishing cream – Ég er alltaf í leit að hinu fullkomna dagkremi og ég er svolítið skotin í þessu og held ég bara verði að prófa þetta!

Seinasta nr 6 er svo gamla góða Kanebo gelið – fullkomið í útilegur, ferðalög og bara á hilluna á baðherberginu. Maður fær fullkomið sólkysst útlit á innan við mínútu með þessu geli!

XX

DRÍFA

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *