Seinustu mánuði hef ég verið stödd á einhverjum skrýtnum stað í lífinu – jú ég eignaðist barn númer tvö sem auðvitað gjörbreytti lífinu hjá okkur fjölskyldunni en áður en hún kom i heiminn fór ég að leita að einhverju sem ég var ekki alveg viss um hvað var.

Eftir miklar pælingar og hugsanir fram og til baka hef ég komist að því að ég þarf virkilega að taka til í lífinu. Velja mér verkefni. Leyfa mér að vera bara heima í fæðingarorlofi með stúlkuna mína án þess að líða eins og einhverjum aumingja sem gerir ,,ekki neitt”. Ég hef haft þessa hugsun of lengi að finnast ég ekki nógu dugleg eða finnast ég ekki nógu góð. Hvaðan kemur þessi hugsun? Jú líklegast því ég á það til að bera mig saman við ALLA og upplifa í kjölfarið sjálfa mig sem einhvern aumingja.

Samfélagsmiðlar geta verið erfiðir – samkeppnin er gríðarleg, bæði sem eigandi fyrirtækis og sem eigandi bloggsíðu. Snapchat, Instagram, Facebook…allt eru þetta stórir miðlar og orkan sem fer í þetta allt saman er ótrúleg og sérstaklega þegar maður er ööörlítið ósofinn og hefur kannski minni orku en venjulega.

Nú ætla ég í smá sjálfskoðun. Skrifa niður hvað er mér mikilvægt og hvað ekki, númera eftir mikilvægi hlutanna. Það sem er topp 3 fær að vera inni, hitt fer út.

Ég held að margir hefðu gott af því að taka aðeins til í lífinu sínu – minnka það sem veldur stressi eða leiðindum, sleppa samskiptum við þá sem gera manni lífið leitt og einfalda lífið!

IM ONIT.

xx

DRÍFA

12308643_10153322342152685_5137545208819385660_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *